Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 29. nóvember 2021 14:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ekki sátt með UEFA - „Vanvirðing við kvennaboltann og alveg galið"
Vonar að leikirnir verði færðir
Icelandair
Glódís Perla
Glódís Perla
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Færa leikina, takk.
Færa leikina, takk.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Næsta sumar fer fram EM kvenna á Englandi. Íslenska liðið spilar í riðli sem spilaður er í Rotherham og á leikvangi kvennaliðs Manchester City. Tveir leikir Íslands fara fram á leikvangi Manchester City sem tekur 4000 manns í sæti.

Alls geta 7000 manns mætt á leiki liðsins í deildinni en 3000 manns geta verið í stæðum sem ekki verða leyfð á EM. Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður íslenska liðsins, var spurð út í þetta á fréttamannafundi í dag.

Sjá einnig:
Hefur áhyggjur af því að Íslendingar verði í vandræðum með að fá miða

Vonar að leikirnir verði færðir
Hvað finnst þér um að það sé verið að setja leiki á EM á 4000 manna velli?

„Mér finnst það vanvirðing við kvennaboltann. Mér finnst þetta ekki í lagi, finnst þetta lélegt af UEFA að einhverjir leikir muni fara fram þarna. Það sést út um alla Evrópu að kvennalið eru að selja út á leikina sína þegar rétta „marketing" er í gangi. Það var verið að selja út 15 þúsund manna velli í deildinum og að sama skapi seldu Svíar upp á landsleikinn gegn Finnlandi í síðasta mánuði," sagði Glódís.

„Það er nóg af áhuga en það verður að vera vellir sem taka við þessu. Það voru miklu stærri vellir þegar við vorum í Hollandi og miklu stærri vellir á HM í Frakklandi. Það var verið að fylla þá velli. Mér finnst þetta vanvirðing og alveg galið. Ég vona, þótt það séu ekki miklar líkur á því, að leikirnir verði færðir á stærri velli af því ég hugsa að við gætum fyllt þessa 4000 manns ef það væri í boði," sagði Glódís.

Svona verður leikjadagskrá Íslands á EM 2022:
10. júlí 16:00: Ísland - Belgía (Akademíuvöllurinn í Manchester)
14. júlí 16:00: Ísland - Ítalía (Akademíuvöllurinn í Manchester)
18. júlí 19:00: Ísland - Frakkland (New York völlurinn í Rotherham)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner