Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 29. nóvember 2022 07:50
Elvar Geir Magnússon
Messi ekki búinn að semja - Man Utd orðað við miðjumenn
Powerade
Enzo Fernandez skoraði fyrir Argentínu gegn Mexíkó á HM.
Enzo Fernandez skoraði fyrir Argentínu gegn Mexíkó á HM.
Mynd: Getty Images
Man Utd hefur líka áhuga á Martin Zubimendi.
Man Utd hefur líka áhuga á Martin Zubimendi.
Mynd: EPA
Nkunku, Messi, Fernandez, Zubimendi, Söyuncu, Pulisic, Fofana, Henderson, Walker og fleiri í slúðurpakkanum

Chelsea er á barmi þess að ganga frá kaupum á franska framherjanum Christopher Nkunku (25) frá RB Leipzig. Aðeins á eftir að ganga frá formsatriðum. (Fabrizio Romano)

Lionel Messi (35) hefur ekki samþykkt að ganga í raðir Inter Miami þrátt fyrir fréttaflutning um að hann sé nálægt því. (ESPN)

Manchester United þarf að borga Benfica 100 milljónir punda ef félagið ætlar að kaupa argentínska miðjumanninn Enzo Fernandez (21) í janúarglugganum. Fernandez skoraði fyrir Argentínu gegn Mexíkó á HM. (Record)

Manchester United hefur einnig áhuga á spænska miðjumanninum Martin Zubimendi (23) hjá Real Sociedad en hann er með 52 milljóna punda riftunarákvæði í samningi sínum. (Express)

Tite, landsliðsþjálfari Brasilíu, segir fólki ekki að hafa áhyggjur; Neymar (30) muni spila meira á HM í Katar. Brasilíska stórstjarnan var ekki með í sigrinum gegn Sviss. (Mirror)

Roma íhugar að gera tilboð í tyrkneska varnarmanninn Caglar Söyuncu (26) hjá Leicester í janúarglugganum. (Calciomercato)

Chelsea vill ekki láta Christian Pulisic (24) fara á láni í janúar, félagið væri frekar til í að selja hann alfarið. Manchester United er meðal félaga sem vilja bandaríska landsliðsmanninn. (Mail)

Brighton hefur hafið viðræður við norska félagið Molde um kaup á Fílabeinsstrendingnum David Datro Fofana (19) sem er sóknarmaður. (Fabrizio Romano)

Gareth Southgate landsliðsþjálfari Englands ætlar að láta Kyle Walker og Jordan Henderson byrja gegn Wales. (Times)

Bayern München telur sig hafa gengið frá samkomulagi um kaup á austurríska miðjumanninum Konrad Laimer (25) frá RB Leipzig. (90min)

Manchester United skoðar það að kalla einhverja af þeim leikmönnum sem eru á láni til baka í janúarglugganum. Þar á meðal er enski hægri bakvörðurinn Ethan Laird (21) hjá QPR, miðjumaðurinn Hannibal Mejbri (19) hjá Birmingham City og Fílabeinsstrendingurinn Amad Diallo (20) hjá Sunderland. (Manchester Evening News)

Búist er við því að Wigan gangi formlega frá ráðningu á Kolo Toure (41) í vikunni. Þessi fyrrum varnarmaður Manchester City og Liverpool, hættir í þjálfarateymi Leicester til að verða stjóri Wigan í Championship-deildinni. (Sky Sports)
Athugasemdir
banner
banner
banner