Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
banner
mánudagur 20. maí
Lengjudeild karla
föstudagur 17. maí
Mjólkurbikar karla
mánudagur 13. maí
Lengjudeild kvenna
þriðjudagur 7. maí
Lengjudeild kvenna
mánudagur 6. maí
Besta-deild karla
Lengjudeild kvenna
laugardagur 4. maí
2. deild karla
Besta-deild karla
Lengjudeild karla
miðvikudagur 1. maí
Lengjudeild karla
mánudagur 29. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 23. apríl
föstudagur 19. apríl
þriðjudagur 16. apríl
Meistarar meistaranna konur
mánudagur 15. apríl
Besta-deild karla
sunnudagur 19. maí
Úrvalsdeildin
Burnley 1 - 2 Nott. Forest
Luton 2 - 4 Fulham
Sheffield Utd 0 - 3 Tottenham
Arsenal 2 - 1 Everton
Brentford 2 - 4 Newcastle
Brighton 0 - 2 Man Utd
Chelsea 2 - 1 Bournemouth
Crystal Palace 5 - 0 Aston Villa
Liverpool 2 - 0 Wolves
Man City 3 - 1 West Ham
Vináttulandsleikur
Serie A
Inter 1 - 1 Lazio
Monza 0 - 1 Frosinone
Roma 0 - 0 Genoa
Sassuolo 0 - 2 Cagliari
Udinese 1 - 1 Empoli
Úrvalsdeildin
Spartak 3 - 1 Rubin
Rostov 2 - 1 Baltica
Akhmat Groznyi 1 - 5 Zenit
Ural 3 - 3 Orenburg
La Liga
Athletic 2 - 0 Sevilla
Atletico Madrid 1 - 4 Osasuna
Barcelona 3 - 0 Vallecano
Betis 0 - 2 Real Sociedad
Cadiz 0 - 0 Las Palmas
Mallorca 2 - 2 Almeria
Granada CF 1 - 2 Celta
Valencia 1 - 3 Girona
Villarreal 4 - 4 Real Madrid
Damallsvenskan - Women
Trelleborg W 0 - 2 Brommapojkarna W
Linkoping W 0 - 2 Djurgarden W
KIF Orebro W 0 - 0 Pitea W
Elitettan - Women
Uppsala W 1 - 0 Sunnana W
Kalmar W 0 - 5 Eskilstuna United W
lau 28.okt 2023 12:30 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Á hraðri leið upp á við tveimur árum síðar - „Var búinn að segja við kærustuna að þetta væri ekki að fara gerast"

Rúnar Þór Sigurgeirsson gekk í raðir Willem II í Hollandi í lok sumargluggans. Hann kom frá Öster í Svíþjóð eftir að hafa verið þar í tæpt tímabil, þangað hafði hann farið frá Keflavík. Vinstri bakvörðurinn er 23 ára og var Öster búið að hafna nokkrum tilboðum í kappann áður en sænska félagið sagði já að lokum og skiptin gátu gengið í gegn.

Fótbolti.net ræddi við Rúnar í vikunni og fór hann yfir síðasta árið hjá sér, erfiðleikana tímabilið 2021, tímabilið í Svíþjóð og fyrstu vikurnar í Hollandi.

Þess vegna sagði ég við kærustuna að þetta væri örugglega ekki að fara gerast.
Þess vegna sagði ég við kærustuna að þetta væri örugglega ekki að fara gerast.
Mynd/Willem II
Það eru mjög góðir leikmenn í liðunum sem við erum að spila á móti; leikmenn sem hafa spilað í ensku úrvalsdeildinni
Það eru mjög góðir leikmenn í liðunum sem við erum að spila á móti; leikmenn sem hafa spilað í ensku úrvalsdeildinni
Mynd/Willem II
Ef það hefði svo ekki gengið upp hefði ég getað komið aftur til Íslands.
Ef það hefði svo ekki gengið upp hefði ég getað komið aftur til Íslands.
Mynd/Öster
Svoleiðis er eitthvað sem mann dreymir um
Svoleiðis er eitthvað sem mann dreymir um
Mynd/Fótbolti.net - J.L.
Mér fannst ég alveg skapa færi og það er ekki undir mér komið að klára færin sem ég bý til.
Mér fannst ég alveg skapa færi og það er ekki undir mér komið að klára færin sem ég bý til.
Mynd/Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
'Ég byrjaði helvíti vel' sagði Rúnar um spjaldasöfnunina.
'Ég byrjaði helvíti vel' sagði Rúnar um spjaldasöfnunina.
Mynd/Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Eftir þetta setti ég í næsta gír, síðustu leikina með Öster var ég að spila mjög vel
Eftir þetta setti ég í næsta gír, síðustu leikina með Öster var ég að spila mjög vel
Mynd/Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Það fór aðeins í mig, varð létt pirraður því það var ekki komið neitt um mig eða hinn bakvörðinn
Það fór aðeins í mig, varð létt pirraður því það var ekki komið neitt um mig eða hinn bakvörðinn
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er gaman að fá áhuga frá svona félagi, það er viðurkenning að maður sé að gera eitthvað rétt.
Það er gaman að fá áhuga frá svona félagi, það er viðurkenning að maður sé að gera eitthvað rétt.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég var ekkert að verða yngri og fannst þetta vera rétta skrefið að fara út.
Ég var ekkert að verða yngri og fannst þetta vera rétta skrefið að fara út.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þetta var allt mjög skrítið og tók alveg á andlega. Það var mikil óvissa, Sirius var búið að segja nei við skiptunum án þess samt einhvern veginn að vera búnir að því.
Þetta var allt mjög skrítið og tók alveg á andlega. Það var mikil óvissa, Sirius var búið að segja nei við skiptunum án þess samt einhvern veginn að vera búnir að því.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markmiðið er að vera sem næst landsliðinu og spila með því
Markmiðið er að vera sem næst landsliðinu og spila með því
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir að niðurstöðurnar komu, 2-3 dögum seinna, þá kom 'nei' frá þeim
Eftir að niðurstöðurnar komu, 2-3 dögum seinna, þá kom 'nei' frá þeim
Mynd/IK Sirius
Ef það kemur upp eitthvað tækifæri í stærra og betra liði þá er það alltaf eitthvað til þess að skoða
Ef það kemur upp eitthvað tækifæri í stærra og betra liði þá er það alltaf eitthvað til þess að skoða
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það sem ég sá þar var merki um topp einstakling. Það sannaði sig þegar ég kynntist honum almennilega
Það sem ég sá þar var merki um topp einstakling. Það sannaði sig þegar ég kynntist honum almennilega
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er mjög auðvelt að tala við hann ef það er eitthvað
Það er mjög auðvelt að tala við hann ef það er eitthvað
Mynd/Aðsent
Eftir fyrsta leikinn er þjálfarinn rekinn, mér hent inn í liðið og hef staðið mig vel. Ég stefni á að halda því áfram
Eftir fyrsta leikinn er þjálfarinn rekinn, mér hent inn í liðið og hef staðið mig vel. Ég stefni á að halda því áfram
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þetta verður held ég barátta fram í lokaumferðina
Þetta verður held ég barátta fram í lokaumferðina
Mynd/Willem II
Fjölskyldan: Rúnar, kærasta hans Lovísa Guðjónsdóttir og dóttir þeirra Steinunn María dóttir þeirra.
Fjölskyldan: Rúnar, kærasta hans Lovísa Guðjónsdóttir og dóttir þeirra Steinunn María dóttir þeirra.
Mynd/Úr einkasafni
Í leik með Keflavík tímabilið 2019.
Í leik með Keflavík tímabilið 2019.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarki Gunnlaugsson er umboðsmaður Rúnars.
Bjarki Gunnlaugsson er umboðsmaður Rúnars.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
King Willem II leikvangurinn. Nefndur, líkt og félagið, í höfuðið á Vilhjálmi Hollandskonungi sem réði ríkjum á árunum 1840-1849.
King Willem II leikvangurinn. Nefndur, líkt og félagið, í höfuðið á Vilhjálmi Hollandskonungi sem réði ríkjum á árunum 1840-1849.
Mynd/Willem II
Völlurinn tekur 14700 manns í sæti.
Völlurinn tekur 14700 manns í sæti.
Mynd/Willem II
Maður hugsar ekki beint út í það inni á vellinum. Maður hugsar um að skila sínu til að hjálpa liðinu.
Maður hugsar ekki beint út í það inni á vellinum. Maður hugsar um að skila sínu til að hjálpa liðinu.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég lít mjög bjartsýnt á þetta skref og er spenntur fyrir framhaldinu
Ég lít mjög bjartsýnt á þetta skref og er spenntur fyrir framhaldinu
Mynd/Willem II
Var eiginlega búinn að gefa skiptin upp á bátinn
„Ég flaug svo út til Hollands degi síðar og skiptin kláruð."
„Ég tók skrefið til Öster til þess að vera nær því að taka svo næsta skref. Mér fannst meiri möguleiki á því að taka næsta skref með því að fara í næstefstu deild í Svíþjóð frekar en að vera í toppliði á Íslandi. Ég kem frítt til Öster og þeir vita þegar ég kem að mig langar að taka næsta skref."

„Willem II kom upp í byrjun ágúst og var alveg lengi að gerast. Daginn áður en tilboð er samþykkt þá var ég búinn að segja við kærustuna að þetta væri ekki að fara gerast. Öster var þá búið að hafna 4-5 tilboðum og þess vegna sagði ég við kærustuna að þetta væri örugglega ekki að fara gerast. Svo daginn eftir fór ég á æfingu og þá kom íþróttastjóri félagsins til mín og sagði við mig að þeir væru búnir að samþykkja tilboð. Félagið vildi halda þessu leyndu, liðið átti leik nokkrum dögum síðar. Eini sem ég lét vita var Alex (Þór Hauksson). Þeir báðu mig að halda þessu fyrir mig."

„Ég flaug svo út til Hollands degi síðar og skiptin kláruð."


Var svekktur þegar tilboðum var hafnað
Rúnar fór frítt til sænska félagsins. Hvernig leið honum þegar Öster var að hafna tilboðum?

„Ég var svekktur, ætla ekki að ljúga öðru. Bæði ég og Bjarki (Gunnlaugsson) umboðsmaður minn vissum að fyrsta og annað tilboð yrði leikur milli félaganna. svo þegar þriðja tilboðið kemur, sem var mjög nálægt því sem Öster vildi fá, þá stóðu þeir fastir á sínu og voru ekki tilbúnir að ræða málin frekar. Ég reyndi að einbeita mér að því að vera í núinu og spila eins vel og ég gat fyrir Öster, ég var samningsbundinn þeim. Sem samningsbundinn leikmaður hefuru ekkert að segja, það er undir félaginu komið að segja já eða nei. En auðvitað reynir maður að ýta á þá ef manni líst á eitthvað."

„Hún skildi eðlilega ekki neitt í neinu"
Hvernig voru viðbrögðin svo þegar þú færð skilaboðin að þú sért á leið til Hollands?

„Ég var á æfingu og hringi í kærustuna. Hún var að fara í verslunarmiðstöð. Ég sagði við hana: „Heyrðu, þú ert ekki að fara neitt." „Nú?" sagði hún. „Ég er að fara til Hollands á eftir eða á morgun." Hún skildi eðlilega ekki neitt í neinu. Við vorum nýbúin að kaupa fullt af hlutum í íbúðina okkar, búin að hengja um myndir og loksins að koma okkur almennilega fyrir, en þá vorum við farin."

„Ég var mjög sáttur með þetta. Finn fyrir því að hlutirnir eru einhvern veginn allir stærri og betri hér. Það eru mjög góðir leikmenn í liðunum sem við erum að spila á móti; leikmenn sem hafa spilað í ensku úrvalsdeildinni."


   21.11.2022 17:00
Ekki erfið ákvörðun að fara frá Keflavík - „Var alltaf staðráðinn í að vilja prófa eitthvað nýtt"

Valdi Öster fram yfir topplið á Íslandi
Annað hvort topplið á Íslandi eða Öster. Það var ekkert annað í kortunum eftir tímabilið 2022?

„Nei, ég skrifaði undir hjá Öster í september. Kannski hefði komið eitthvað annað upp ef ég hefði beðið með það þar til glugginn úti opnaðist. Það er öryggi að vera búinn að skrifa undir, ef maður myndi lenda í einhverjum meiðslum. Þá er maður allavega öruggur."

„Ég var ekkert að verða yngri og fannst þetta vera rétta skrefið að fara út. Ef það hefði svo ekki gengið upp hefði ég getað komið aftur til Íslands. Ég held að þetta hafi verið nokkuð gott og bjartsýnt skref hjá mér."


   07.07.2021 07:45
Rúnar Þór stóðst ekki læknisskoðun hjá Sirius - „Þetta er högg"

Greindur með beinmar en var kviðslitinn
Árið 2021 var Rúnar nálægt því að semja við sænska félagið Sirius. Félagið gerði tilraunir til að fá Rúnar, fyrst stóð Keflavík í vegi fyrir leikmanninum en þegar skiptin voru loks að ganga í gegn kom babb í bátinn.

„Ég fór á reynslu hjá Sirius í janúar 2021, var þá búinn að spila í Lengjudeildinni og þeir búnir að fylgjast með mér. Það var alveg frekar stórt skref að fara úr Lengjudeildinni - þó að við höfum farið upp - og upp í Allsvenskuna. Keflavík vildi fá eitthvað fyrir mig og fá mig á láni fram á sumarið. Sirius vildi fá mig strax og Keflavík hafnaði því. Svo kom Sirius aftur um sumarið og þá samþykkti Keflavík tilboðið."

„Ég fór í tvo MRI-skanna og var greindur með beinmar. Ég trítaði meiðslin þannig, einbeitti mér að því að styrkja efri líkamann. Ég fór svo í sjúkraþjálfun hjá Frikka og það var ekki fyrr en þá (þegar árið 2022 var hafið) sem ég kemst að því að ég var kviðslitinn. Frikki bókaði tíma hjá Sigurði Blöndal skurðlækni sem greindi mig með kviðslit. Það hefði alveg mátt koma upp miklu miklu fyrr, þá hefði Sirius dæmið dottið í gegn."

„Ég var með verki, gat samt gert allt; gat hlaupið en það var vont. Þegar maður er með vöðvameiðsli þá getur maður eiginlega ekki hlaupið. Þegar greiningin kom þá sagði Siguður við mig að hann gæti skorið mig upp eftir fjórar vikur. Þetta var korter í mót, kannski tvær vikur í mót. Hann sagði að ég gæti spilað á þessu og ég ákvað að gera það fram í maí, leikjaplanið hentaði vel fyrir þá tímasetningu. Ég missti bara af þremur leikjum. Það var mjög fínt að fá greininguna og vita að þó að maður spili áfram í gegnum sársaukann þá yrðu meiðslin ekki verri."


Tók á andlega
Rúnar glímdi við kviðslit í langan tíma, meiðslin urðu til þess að hann féll á læknisskoðun hjá Sirius sumarið 2021 og draumurinn um atvinnumennsku þurfti að bíða. Það var ekki fyrr en skömmu fyrir mót 2022 að lausn fannst á meiðslunum. Hann kaus að fara ekki strax í aðgerð þar sem Keflavík átti marga leiki í upphafi móts en í júní átti liðið einungis einn leik og því hentaði vel að fara í aðgerð í maí.

Sirius vildi kaupa Rúnar, hann var mættur út en fékk svo höggið að félagið myndi ekki kaupa hann. Þegar hann horfir til baka, að rúmu ári síðar er hann kominn út til Svíþjóðar, það hlýtur að vera ánægjulegt?

„Mjög. Þetta var mjög erfitt. Ég var að fara flytja út, fór með þrjár heilar ferðatöskur til Svíþjóðar og var kominn með íbúð. Daginn eftir að ég kom til Sirius þá fór ég í læknisskoðun. Eftir læknisskoðunina var ég nokkra daga lengur, þeir voru alltaf að skoða einhverja möguleika. Þetta var allt mjög skrítið og tók alveg á andlega. Það var mikil óvissa, Sirius var búið að segja nei við skiptunum án þess samt einhvern veginn að vera búnir að því."

„Ég tók æfingar með sjúkraþjálfaranum, var sendur í MRI-skanna og þá sjá þeir að ég er með beinmar. Mér var sagt að það væru 4-6 vikur í að ég gæti byrjað að spila en þeir þurftu vinstri bakvörð strax. Eftir að niðurstöðurnar komu, 2-3 dögum seinna, þá kom 'nei' frá þeim."


Mjög ánægður með tímann hjá Öster
Rúnar var beðinn um að gera upp tíma sinn í Svíþjóð. Hann skrifaði undir hjá félaginu í september 2022, kláraði tímabilið hjá Keflavík og hélt svo til Svíþjóðar fyrir tímabilið 2023.

„Öster var í góðum séns á að fara upp í Allsvenskan þegar ég skrifaði undir. Það hefði verið besta staðan ef þeir hefðu komist upp. Fyrir utan þá var þetta mjög fínn tími; bæði fótboltalega og ef ég horfi í lífsgæði."

„Það var einhvern veginn munur á öllu ef ég ber saman Keflavík og Öster. Öster er með glænýjan völl sem tekur 12 þúsund manns. Hann er aldrei fullur, en hann er mjög flottur. Áhuginn á sænska boltanum er mjög mikill. Gæðin eru talsvert meiri en á Íslandi."

„Hjá Keflavík voru kannski að detta inn strákar á æfingar sem voru ekki tilbúnir. Það dró tempóið svolítið niður. Það gerðist eiginlega aldrei hjá Öster. Það er meiri samkeppni í Öster, í Keflavík vissi maður að maður ætti stöðuna. Ef ég svo ber Öster saman við þetta hér hjá Willem II þá er samkeppnin ennþá meiri hér."

„Á undirbúningstímabilinu þá var verið að rúlla á öllum hópnum. Ég byrjaði alla leikina út af því að vinstri bakvörðurinn, sem varð á endanum á eftir mér í röðinni, meiddist í fyrsta leik. Ég spilaði alla leiki og stóð mig vel. Ég held að í þriðja eða fjórða æfingaleik hafi ég áttað mig á því að ég væri vinstri bakvörður númer eitt. Það er mjög þægilegt að finna fyrir trausti frá þjálfaranum. Sem fótboltamaður vill maður spila sem flesta leiki, auðvitað kemur einhver tími þar sem maður er á bekknum, en ég er mjög ánægður með tímann minn hjá Öster."


Náðir þú að skila því sem þú vildir bæði sóknar- og varnarlega?

„Mér fannst ég alveg skapa færi og það er ekki undir mér komið að klára færin sem ég bý til. Ég bjó svona yfirleitt til 1-2 færi í leik."

„Ekki beint. Ég horfi aftur á leikina sem ég spila og rýni í þá þannig,"
sagði Rúnar þegar hann var spurður hvort hann skoði mikið dýpri tölfræði eins og færi sköpuð og slíkt.

Miðað við B-deild er hún tekin mjög alvarlega
Kom þér eitthvað á óvart í sænska boltanum?

„Það kom mér á óvart hversu alvarlega Superettan er tekin í Svíþjóð. Það er mjög góð umfjöllun; allir leikir í efstu og næst efstu deild sýndir, viðtöl fyrir, í hálfleik og eftir leik. Áhuginn yfir höfuð var mjög fínn, fór svolítið eftir liðum og hvernig var að ganga. Það er mjög góð umgjörð í kringum Superettan miðað við að þetta er næst efsta deild."

   09.08.2022 17:00
Skaut aðeins á Rúnar - Fengið sjö spjöld í ellefu leikjum

Fljótur að koma sér í bann en svo fækkaði spjöldunum
Rúnar fékk níu gul spjöld tímabilið 2022 með Keflavík og
skaut þáverandi þjálfari liðsins, Sigurður Ragnar Eyjólfsson, aðeins á hann fyrir spjaldagleðina. Náði hann að halda áfram að safna spjöldum í Svíþjóð?

„Ég byrjaði helvíti vel," sagði Rúnar á léttu nótunum. „Var kominn í bann eftir held ég fimm leiki. Það þarf bara þrjú gul spjöld til að fara í bann í Svíþjóð. Ég endaði með fimm gul, þannig ég var ekkert rosalega duglegur í söfnuninni þegar leið á."

Srdjan Tufegdzic, Túfa, er þjálfari Öster. Spjallaði hann eitthvað við þig um spjöldin?

„Nei. Þetta var ekkert vandamál, þetta voru bara spjöld sem ég fékk fyrir brot. Túfa ræddi þetta ekkert við mig þegar ég kom, vildi bara að ég myndi spila minn leik."

Var létt pirraður áður en hann heyrði af áhuga Hammarby
Í júlí var fjallað um að Hammarby í efstu deild í Svíþjóð væri að nálgast kaup á Rúnari. Fannst þú fyrir því að þetta væri nálægt því að gerast?

„Já og nei. Ég mæti á æfingu hjá Öster og þá eru einhverjir 5-6 leikmenn sem spyrja mig hvort ég sé að fara. Ég hafði þá ekki heyrt neitt. Þeir lásu á Fotbollskanalen að Öster væri nálægt því að fá inn vinstri bakvörð og við vorum tveir nú þegar hjá félaginu."

„Það fór aðeins í mig, varð létt pirraður því það var ekki komið neitt um mig eða hinn bakvörðinn. Svo seinna um daginn fæ ég skilaboð frá einum í liðinu, sýnir mér frétt þar sem sagt er að ég sé á radarnum hjá Hammarby; sé einn af þremur."

„Ég sendi á Bjarka. Hann sagði mér að það væri áhugi, vissi ekkert númer hvað ég væri á lista eða neitt svoleiðis. Hann var búinn að ræða við þá, Bjarki sá um það. Ég bað hann um að láta mig vita ef það kæmi eitthvað upp sem væri nálægt því að gerast. Það er gaman að fá áhuga frá svona félagi, það er viðurkenning að maður sé að gera eitthvað rétt."


Setti í næsta gír
Kom eitthvað meira? Fylgdist þú með hvern Hammarby keypti?

„Nei. Ég reyndi einhvern veginn að einbeita mér að því að spila minn leik. Eftir þetta setti ég í næsta gír, síðustu leikina með Öster var ég að spila mjög vel."

Það hefur myndast spenna að hlutirnir gætu gerst mjög hratt?

„Já, það gerði það. Þetta gaf mér auka hvatningu að vita af einhverju stærra. Hammarby er í Stokkhólmi, með 20 þúsund manns á hverjum einasta leik. Svoleiðis er eitthvað sem mann dreymir um."

Mjög góður einn á einn og tilbúinn að hjálpa
Hvað er það sem einkennir Túfa?

„Túfa er mjög góður einn á einn. Hann er góður peppari og menn geta talað við hann ef þá vantar einhverja hjálp. Það er mjög auðvelt að tala við hann ef það er eitthvað. Svo er hann mjög flottur taktísktlega séð líka."

„Hann kom mér ekki á óvart. Ég hef haft bæði Zoran (Miljkovic) og Jankó (Milan Stefán Jankovic) sem þjálfara. Þeir eru báðir Serbar líka. Maður kynntist því hjá þeim hvað það er sem þeir ætlast til af manni og hvað maður fær frá þeim. Þeir vilja að maður sé 100% alla daga og ekkert kjaftæði. Það var svipað hjá Túfa og mér líkaði það."


Vinir til lífstíðar
Voruð þið Alex mikið saman?

„Hann kom mjög oft til okkar í mat, við erum með barn sem þurfti að fara sofa snemma og því betra að fá hann í heimsókn heldur en að fara til hans. Hann kom svona 3-4 sinnum í viku í heimsókn og við höldum góðu sambandi ennþá. Við munum held ég verða vinir til lífstíðar."

„Ég þekkti ekki mikið til hans áður. Var með honum í einu U21 verkefni og það sem ég sá þar var merki um topp einstakling. Það sannaði sig þegar ég kynntist honum almennilega."

„Það var mjög gott að hafa hann, var búinn að vera í tvö ár áður en ég kom og þekkti allt út og inn. Hann kom með ráðleggingar um hitt og þetta. Það var mjög þægilegt að hafa hann."

„Þetta er alltaf svona"
Risafélag sem vill ekki vera í B-deildinni
Þegar Willem II kom upp, lið í B-deildinni í Hollandi, var það strax spennandi kostur?

„Willem er lið sem ég hef vitað um heillengi, er risaklúbbur sem er með fullt af aðdáendum. Ég átti samtal við íþróttastjórann áður en þeir buðu í mig. Væntingarnar hjá félaginu eru miklu meiri en að vera í þessari deild, meiri en að vera í efstu deild og halda sér uppi. Þeir enduðu í 5. sæti 2020 í efstu deild, stutt síðan þeir fóru í bikarúrslit og voru að spila í Evrópu. Ég fann þegar ég kom hingað að stuðningsmennirnir voru ekki sáttir með stöðu liðsins og lítil þolinmæði. Þeir eru sáttir núna þar sem við erum búnir að vinna fimm leiki í röð."

„Ég var á bekknum í fyrsta leik eftir að ég skrifaði undir. Þá spiluðum við á móti liði sem er bara korteri frá. Þá var mikil spenna í loftinu og völlurinn troðfullur. Ég spurði hvort það væri fullur völlur bara af því það væri nágrannaslagur. Svarið var nei: „Þetta er alltaf svona." Stemningin á völlunum hérna er eitthvað annað. Þetta gefur manni aukakraft inni á vellinum. Bakvið annað markið eru stuðningsmenn sem syngja bókstaflega allan leikinn og eru sturlaðir."


Er gaman að spila undir þeirri pressu að það þurfi að vinna, annars verða læti?

„Maður hugsar ekki beint út í það inni á vellinum. Maður hugsar um að skila sínu til að hjálpa liðinu."

„Það var vika eftir leikinn gegn NEC Breda þar sem allt varð vitlaust hjá stuðningsmönnum. Það var fyrsti leikurinn minn og við töpuðum 4-1. Eftir að þeir skoruðu fjórða markið þá hentu þeir blysum inn á völlinn til að stoppa leikinn. Það er alveg þreytt því núna er í umræðunni að setja upp net í kringum völlinn svo þetta sé ekki að gerast. Þetta hefur gerst það oft. "


Krefjandi að vera frá kærustu og barni
Rúnar segir að það gangi mjög vel að aðlagast lífinu í Hollandi.

„Ég byrjaði á hóteli í 5-6 vikur og á meðan var kærastan og barnið mitt á Íslandi. Það var frekar krefjandi að vera frá þeim og einn á hóteli svona lengi. Fyrir tveimur vikum fengum við íbúð. Ég er að aðlagast frekar vel held ég."

Rúnar er aðeins byrjaður að læra hollensku. „Ég er einu sinni í viku í kennslu. Þetta tekur tíma, ég kann ekki mikið af orðum. Þó að ég hafi ekki verið alveg reiprennandi í sænskunni, þá gat maður skilið eiginlega allt. Ég skil eiginlega ekki neitt hér."

„Á æfingu er allt útskýrt á hollensku, sem ég fíla alveg, get þá allavega reynt að skilja eitthvað og setja það í samhengi. Ef ég er ekki klár á einhverju þá spyr ég út í það."


Þjálfarinn rekinn eftir fyrsta leik og íþróttastjórinn hætti
Rúnar er búinn að byrja síðustu sjö leiki eftir að hafa byrjað á bekknum í fyrsta leik.

„Auðvitað ætlaði ég mér að komast inn í byrjunarliðið sem fyrst, en vissi að vinstri bakvörðurinn sem hafði byrjað alla leiki hafði spilað vel. Eftir fyrsta leikinn er þjálfarinn rekinn, mér hent inn í liðið og hef staðið mig vel. Ég stefni á að halda því áfram."

Var það þjálfarinn sem var rekinn sem vildi fá þig, eða var það félagið?

„Það var félagið sem vildi kaupa mig. Kannski var ég einn af nokkrum á lista og þjálfarinn valdi svo úr því. Daginn eftir að þjálfarinn var rekinn þá hætti íþróttastjórinn út af ósætti við stuðningsmenn."

„Ég var nýbúinn að tala við Bjarka um að það væri búið að reka þjálfarann. Bjarki sagði mér að hafa ekki áhyggjur, það var félagið sem hefði keypt mig. Svo daginn eftir var íþróttastjórinn hættur... En maður hefur ekkert fundið neitt eftir það."


Hörð barátta um að komast upp í Eredivisie
Var eitthvað annað félag sem var líka að reyna fá þig núna í haust?

„Ekkert sem ég heyrði af. Ég talaði við Bjarka um að vera ekki að láta mig vita ef það væri bara einhver áhugi, láta mig bara vita ef það væri eitthvað sem væri líklegt að yrði eitthvað úr."

„Willem II var alveg lengi í bígerð, einn daginn var ég nálægt því að fara til þeirra en svo hinn daginn ekki. Ég held að þetta hafi verið það eina sem var í gangi."


Markmið Willem II er að fara upp. Má það taka tvö ár?

„Nei, það er skýrt að liðið ætlar upp. Ég held það séu samt óvenjulega mörg stærri félög í þessari deild núna. Það eru mörg félög í deildinni sem eru Eredivisie félög, mörg lið sem setja stefnuna á að fara upp. Þetta verður held ég barátta fram í lokaumferðina."

Rúnar hefur lagt upp þrjú mörk til þessa fyrir Willem II. Fyrsta stoðsendingin kom í sigri gegn Maastricht. Rúnar fékk mjög góða dóma fyrir þann leik.

„Ég átti eiginlega að vera með tvær stoðsendingar í þeim leik, renndi boltanum fyrir á framherjann okkar sem skaut yfir úr markteignum. Ég var nálægt því að skora, átti að vera með þessar tvær stoðsendingar og átti heilt yfir mjög flottan leik."

Með hugann við landsliðið þegar skrefið var tekið
Rúnar á að baki tvo A-landsleiki. Fyrri leikinn lék hann 2021 og þann seinni fyrir um ári síðan. Hvernig horfir landsliðið við honum í dag?

„Þegar ég var að spila í Öster hugsaði ég að möguleikarnir á að vera í landsliðinu væru ekkert gífurlega miklir. Ég er alveg með hugann við landsliðið þegar ég ákveð að taka þetta skref. Markmiðið er að vera sem næst landsliðinu og spila með því."

Greinarhöfundur grínaðist í Rúnari að hann væri að koma sér úr myndinni varðandi janúarverkefni með því að fara frá Skandinavíu.

„Þetta er bara ferli. Ef Willem II fer upp þá er ég að spila í toppdeild og tel möguleikana á að vera í landsliðinu vera nokkuð góða."

Þá er það alltaf eitthvað til að skoða
Ef þér hefði verið boðið það árið 2022 að vera kominn á þennan stað á ferlinum, hefðir þú tekið því?

„Klárlega. Holland er mjög framarlega í heiminum í fótbolta. Ég lít mjög bjartsýnt á þetta skref og er spenntur fyrir framhaldinu."

Ertu með einhvern draumaáfangastað á ferlinum?

„Ekki beint, en ef það kemur upp eitthvað tækifæri í stærra og betra liði þá er það alltaf eitthvað til þess að skoða," sagði Rúnar að lokum.

Eftir að viðtalið var tekið sigraði Willem II sinn sjötta leik í röð og er liðið með jafnmörg stig og toppliðið Roda.
Athugasemdir
banner
banner