Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fim 30. mars 2023 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ólafur Örn í Vogana (Staðfest) - Haukur skiptir alfarið
Haukur Leifur Eiríksson í leik með Þrótti Vogum
Haukur Leifur Eiríksson í leik með Þrótti Vogum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ólafur Örn Ásgeirsson er genginn til liðs við Þrótt Vögum en hann kemur til liðsins frá HK á láni.


Hann er uppalinn hjá Kópavogsliðinu og er fæddur árið 2003 en hann hefur leikið fimm leiki í meistaraflokki.

Hann er markvörður og mun berjast við Þórhall Ísak Guðmundsson um stöðuna en hann kom frá ÍH í síðasta mánuði.

Ólafur hefur þegar spilað leik fyrir Þrótt en hann spilaði seinni hálfleikinn í 2-1 sigri á Elliða í Lengjubikarnum.

Þá hefur Haukur Leifur Eiríksson skrifað undir tveggja ára samning við félagið en hann hefur verið á láni frá FH síðustu tvö tímabil. Þessi 21 árs gamli leikmaður hefur leikið 38 leiki fyrir félagið á þeim tíma.


Athugasemdir
banner