„Já þetta er góð byrjun. Auðvitað skiptir mestu máli þrjú stigin meira en þrennan" Sagði markaskorarinn Steven Lennon sem skoraði þrjú mörk í 4-2 útisigri FH á ÍA í dag.
Lestu um leikinn: ÍA 2 - 4 FH
„Annað markið gæti hugsanlega verið fallegasta markið sem ég hef skorað á Íslandi. Mér fannst mark sem ég skoraði á móti Leikni fyrir nokkrum árum, þar sem mér var kalt á rassinum mjög fallegt.
Það kvarta sumir yfir því að ég skori ekki mörg mörk en ég náði í þrennu núna.
Ég er 6kg léttari núna en í fyrra þannig að mér líður betur. Líkamsfitan er niðri og ég er búinn að leggja mikið á mig í vetur. En þar sem ég spila á vængnum þarf ég að vera hreyfanlegri og kvikari.."
Athugasemdir






















