Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 30. apríl 2021 14:46
Ívan Guðjón Baldursson
Ensk úrvalsdeildarfélög ekki á samfélagsmiðlum yfir helgina
Mynd: Getty Images
Íþróttahreyfingin hefur ákveðið að sniðganga samfélagsmiðla þessa helgi í mótmælaskyni við þá hatursorðræðu sem viðgengst þar án ábyrgðar.

Ýmsir leikmenn, félög og landslið hafa talað um eða sniðgengið samfélagsmiðla í fortíðinni en þessi helgi fer í sögubækurnar þar sem öll félög í enska boltanum taka þátt í að sniðganga samfélagsmiðla.

Þau munu öll hafa lokað fyrir aðganga sína á samfélagsmiðlum í 81 klukkustund. Það er gert til að kalla eftir breytingum á kerfum samfélagsmiðla á borð við Twitter og Facebook, til að ekki sé hægt að skilja eftir ummæli undir fölsku nafni.

Félögin munu sniðganga samfélagsmiðla til miðnættis á mánudagskvöldi og virðist öll knattspyrnuhreyfingin sammála um að þetta sé rétt skref.

Aleksander Ceferin, forseti UEFA, hefur þegar gefið sinn stuðning. „Það er hættulegt að leyfa hatursmenningu að þrífast. Við getum ekki leyft þessum heiglum sem fela sig bakvið nafnleynd að halda áfram að dreifa hatri."
Athugasemdir
banner
banner
banner