Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 30. apríl 2021 15:34
Fótbolti.net
Flautað til leiks í Pepsi Max - Svona er spáin
Skagamenn unnu Val á Hlíðarenda í fyrra.
Skagamenn unnu Val á Hlíðarenda í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Opnunarleikur Pepsi Max-deildarinnar verður flautaður á klukkan 20:00 í kvöld en hér er upphitun fyrir leikinn. Valur og ÍA mætast en þarna fara tvö lið sem spáð er mjög ólíku gengi.

Sjá einnig:
Ert þú búin/n að skrá þig í draumadeildina?

Hér má einmitt sjá spá sérfræðinga Fótbolta.net fyrir mótið en með því að smella á hvert lið getur þú lesið umfjöllun um það.

Spáin:
1. Valur 119 stig
2. Breiðablik 109 stig
3. FH 98 stig
4. KR 91 stig
5. KA 78 stig
6. Stjarnan 69 stig
7. Víkingur 57 stig
8. Fylkir 56 stig
9. HK 40 stig
10. Keflavík 28 stig
11. ÍA 23 stig
12. Leiknir 14 stig

Fjallað verður vel um Pepsi Max-deildina í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í sumar og þá verður Innkastið á sínum stað eftir hverja umferð. Ingólfur Sigurðsson verður áfram meðal sérfræðinga en hér að neðan má sjá spá hans fyrir umferðina.





Valur 2 - 0 ÍA (í kvöld klukkan 20)
Birkir Már Sævarsson skorar fyrsta mark mótsins í ár og síðan tvöfaldar PP9 forystuna í lok leiks. Leikurinn mun einkennast af tæklingum, löngum innköstum og deilum við dómarann. Það gæti vel verið að Jói Kalli muni láta heyra í sér á hliðarlínunni.

HK 1 - 1 KA (á morgun klukkan 17)
Hallgrímur Mar skorar beint úr aukaspyrnu en HK jafnar eftir fast leikatriði. Þetta verður ekki leikur ársins.

Stjarnan 1 – 3 Leiknir R. (á morgun klukkan 19:15)
Óvæntustu úrslit umferðarinnar verða þegar Leiknismenn mæta í Garðabæinn og hlaupa yfir heimamenn. Nýliðarnir komast 3-0 yfir áður en þeir gefa heimamönnum eitt sárabótamark svona fyrir kurteisissakir. Sævar Atli með tvö.

Fylkir 1 – 2 FH (á morgun klukkan 19:15)
FH verða númeri of stórir fyrir Fylkismenn. Lennon sér um þetta.

Breiðablik 2 – 2 KR (sunnudag 19:15)
Stórleikur umferðarinnar verður geggjuð skemmtun frá upphafi til enda. Liðin munu skiptast á að taka forystuna. Aðstoðarþjálfari KR fær rautt spjald fyrir kjaftbrúk.

Víkingur R. 2 – 1 Keflavík (sunnudag 19:15)
Víkingar munu njóta góðs af því að hafa sleppt yfirlýsingunum fyrir mót. Þeir munu spila stórskemmtilega og sigurinn ætti að vera mun stærri. Gary Martin skorar fyrsta mark Víkinga.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner