Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
Æfingamót U19 karla
föstudagur 6. september
Þjóðadeildin
Undankeppni EM U21
fimmtudagur 5. september
Æfingamót U19 karla
miðvikudagur 4. september
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
sunnudagur 24. nóvember
Engin úrslit úr leikjum í dag
þri 20.apr 2021 16:25 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Spá Fótbolta.net - 10. sæti: Keflavík

Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að Keflavík muni enda í 10. sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar. Álitsgjafar spá í deildina en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig. Nýliðarnir halda sæti sínu ef spáin rætist.

Joey Gibbs raðaði inn mörkum í fyrra.
Joey Gibbs raðaði inn mörkum í fyrra.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vinstri bakvörðurinn Rúnar Þór Sigurgeirsson
Vinstri bakvörðurinn Rúnar Þór Sigurgeirsson
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Snær Jóhannsson er mikið efni.
Davíð Snær Jóhannsson er mikið efni.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sindri Kristinn Ólafsson markvörður Keflvíkinga.
Sindri Kristinn Ólafsson markvörður Keflvíkinga.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spænski varnarmaðurinn Nacho Heras.
Spænski varnarmaðurinn Nacho Heras.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Óli Ólafsson er mættur í Keflavík á ný.
Ísak Óli Ólafsson er mættur í Keflavík á ný.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hægri bakvörðurinn Sindri Þór Guðmundsson
Hægri bakvörðurinn Sindri Þór Guðmundsson
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd/Jón Örvar Arason
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. Keflavík 28 stig
11. ÍA 23 stig
12. Leiknir 14 stig

Um liðið: Keflvíkingar eru mættir aftur á meðal þeirra bestu eftir tvö ár í næstefstu deild. Leifrandi sóknarbolti tryggði þeim sigur í Lengjudeildinni í fyrra. Keflavik vann ekki leik og féll með fjögur stig árið 2018 en liðið virðist vera betur undirbúið fyrir þetta tímabil og líklegra til afreka.



Þjálfarar - Sigurður Ragnar Eyjólfsson og Eysteinn Húni Hauksson: Það gekk fullkomlega upp hjá Keflvíkingum að ráða Sigurð Ragnar til félagsins fyrir síðasta tímabil. Í vetur var vægi hans innan félagsins svo stækkað þegar hann var ráðinn yfirmaður fótboltamála hjá félaginu. Greinilegt er að hann og Eysteinn vinna gríðarlega vel saman, félagið hefur styrkt sig með réttum leikmönnum og búið til góða blöndu.

Styrkleikar: Sóknarboltinn var ríkjandi hjá Keflavík í fyrra en liðið skoraði 57 mörk í 19 leikjum. Þrjú mörk að meðaltali í leik! Joey Gibbs var þar atkvæðamestur með 21 mark. Leikmenn þekkja leikstíl liðsins vel og sín hlutverk inn og út. Keflvíkingar voru einnig öflugir í föstum leikatriðum í fyrra og skoruðu talsvert mikið af mörkum eftir slík atriði.

Veikleikar: Varnarleikurinn var ekki jafn öflugur á kostnað sóknarleiksins í fyrra en Ísak Óli Ólafsson er kominn heim og styrkir vörn liðsins mikið. Keflavík mun mæta sterkari vörnum í sumar og fleiri leikmenn þurfa að geta skorað heldur en Gibbs. Næstmarkahæsti maðurinn í fyrra var með fimm mörk. Keflavík beið afhroð síðast í Pepsi Max-deildinni og sumir leikmenn í liðinu eru ennþá minnugir þess.

Lykilmenn: Joey Gibbs og Rúnar Sigurgeirsson. Ástralinn Joey Gibbs fór á kostum í Lengjudeildinni í fyrra og skoraði 21 mark í 19 leikjum. Gríðarlega öflugur í teignum. Rúnar er sókndjarfur vinstri bakvörður sem hefur skorað og lagt upp mikið af mörkum fyrir Keflavík undanfarin ár. Erlend félög og önnur félög í Pepsi Max-deildinni hafa lengi verið með hann undir smásjánni.

Fantabrögð mæla með í Draumaliðsdeild Eyjabita:
Eiga erfiða fyrstu þrjá leiki en Joey Gibbs sló í gegn í fyrra. Sem Fantasy leikmaður er hann svipaður og Calwert-Lewin, skorar nánast einungis í fyrstu snertingu inn í teig. Þannig stig eru skemmtilegust. Á 7,5 gæti hann verið kjarakaup!
Smelltu hér til að fara í Draumaliðsdeild Eyjabita

Hlaðvarpsþátturinn Ungstirnin mælir með: Davíð Snær Jóhannsson. Miðjumaður fæddur 2002 sem var mikilvægur leikmaður í U-17 ára landsliði Íslands sem fór alla leið í lokamót á EM. Davíð á 52 leiki í meistaraflokki þrátt fyrir ungan aldur og hefur verið fastamaður í liði Keflavíkur seinustu tvö tímabil. Davíð spilaði 19 leiki í Lengjudeildinni í fyrra, skoraði 4 mörk og lagði upp 2 mörk.

Adam Pálsson leikmaður Víking Reykjavík og fyrrum leikmaður Keflavíkur var gestur í hlaðvarpsþættinum Ungstirnin og þar var hann spurður út í Davíð. „Hann er mjög flottur, hann getur náð langt, hann þarf bara að gera nokkra hluti aðeins betur og hann veit það sjálfur og hann er búinn að bæta sig gríðarlega mikið í sumar, hann var alltaf lang besti leikmaðurinn í yngri flokkum og var mikið að einspila en svo kom hann inn í meistaraflokk og hann var aðeins að venjast því ennþá að gefa boltann en núna er hann búinn að átta sig á því þar sem hann er orðinn djúpur á miðju að hann er farinn að gefa boltann á réttum tíma og gefur hann meira og það gerir hann að svo miklu meira complete leikmanni, hann er í raun svona box to box leikmaður þannig hann er með þetta auga fyrir úrslitasendingu og það er bara algjör lykill fyrir miðjumann."

Spurningarnar: Skorar Joey Gibbs áfram á fullu? Mun Rúnar Þór halda áfram að leggja upp mörk? Hefur liðið lært af síðustu tveimur tímabilum í Pepsi Max-deildinni? Er hópurinn nægilega öflugur fyrir deild þeirra bestu?

Völlurinn: Keflavík spilar á Nettóvellinum. Grasvöllur þar sem margir hörkuleikir hafa farið fram í gegnum tíðina. Skemmtileg stemning getur myndast þar á sumrin.

„Mættir aftur í efstu deild, á skilorði"


Miðjumaðurinn segir - Frans Elvarsson
„Spáin kemur svo sem ekki á óvart, það er ekki fylgst eins mikið með nýliðunum og þeim er því oft spáð neðarlega. Þá er deildin sterk. Við erum með flotta þjálfara sem hafa keyrt á ákveðinni hugmyndafræði í skipulagi og sóknarleik liðsins og leikmenn eru mjög móttækilegir. Við viljum þröngva okkar leik upp á önnur lið í sumar og enda á stað sem yrði krefjandi að bæta leiktímabilið á eftir. Það er mikil spenna fyrir sumrinu og við teljum okkur vera með betra lið núna en komst upp í fyrra. Lykilmenn eru flestir áfram og við höfum bætt við mannskapinn. Keflavík féll illa seinast úr efstu deild og einhverjir töluðu með hálfkæringi að það þyrfti að banna liðið í nokkur ár frá efstu deild. Það er skemmtileg áskorun og við erum núna mættir aftur, á skilorði."

Komnir
Ástbjörn Þórðarson frá KR
Christian Volesky frá Bandaríkjunum
Ísak Óli Ólafsson frá SönderjyskE á láni
Marley Blair frá Englandi
Oliver James Kelaart Torres frá Kormáki/Hvöt

Farnir
Anton Freyr Hauks Guðlaugsson í Hauka
Kasonga Ngandu til Coventry (Var á láni)
Kristófer Páll Viðarsson í Reyni S.
Tristan Freyr Ingólfsson í Stjörnuna (Var á láni)

Fyrstu fimm leikir Keflavíkur:
2. maí Víkingur R. - Keflavík
9. maí Keflavík - Stjarnan
13. maí Breiðablik - Keflavík
17. maí Keflavík - KA
21. maí Fylkir - Keflavík

Sjá einnig:
Hin hliðin - Rúnar Sigurgeirsson
Hin hliðin - Ásbjörn Þórðarson

Leikmenn Keflavíkur:
1 Sindri Kristinn Ólafsson
2 Ísak Óli Ólafsson
4 Nacho Heras
5 Magnús Þór Magnússon
6 Anton Freyr Hauks Guðlaugsson
7 Davíð Snær Jóhannsson
8 Ari Steinn Guðmundsson
9 Adam Róbertsson
10 Kian PJ Williams
11 Helgi Þór Jónsson
12 Þröstur Ingi Smárason
14 Dagur Ingi Valsson
16 Sindri Þór Guðmundsson
19 Gunnólfur Gunnólfsson
20 Christian Volesky
21 Helgi Hermannsson
22 Ástbjörn Þórðarson
23 Joey Gibbs
24 Rúnar Þór Sigurgeirsson
25 Frans Elvarsson
28 Ingimundur Aron Guðnason
30 Marley Blair
77 Björn Bogi Guðnason
98 Oliver Kelaart

Spámennirnir: Arnar Daði Arnarsson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Gunnar Birgsson, Hafliði Breiðfjörð, Ingólfur Sigurðsson, Magnús Már Einarsson, Sverrir Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke, Tómas Þór Þórðarson
Athugasemdir
banner
banner