Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 30. apríl 2021 21:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pepsi Max-deildin: Íslandsmeistararnir skiptu um gír í hálfleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur 2 - 0 ÍA
1-0 Patrick Pedersen ('55 )
2-0 Kristinn Freyr Sigurðsson ('72 )
Rautt spjald: Ísak Snær Þorvaldsson, ÍA ('66)
Lestu um leikinn

Valur hóf titilvörn sína á 2-0 heimasigri gegn ÍA í dag. Fyrri hálfleikurinn í dag var lítil skemmtun en Valur byrjaði seinni hálfleikinn betur og uppskar mark á 55. minútu þegar Patrick Pedersen skoraði eftir undirbúning Kaj Leo.

Ellefu mínútum síðar var Ísak Snær búinn að fá tvö gul spjöld í liði ÍA og þar með rautt. Valsmenn nýttu sér þann liðsmun og bættu við öðru marki þegar Kristinn Freyr skoraði.

„Mikill gæðamunur á liðunum í seinni hálfleik. Kaj Leo með sendingu inn í teiginn á Patrick Pedersen sem leggur boltann smekklega á Kristin Frey og hann klárar framhjá Árna. Mikil gæði sem sköpuðu þetta mark og stoðsendingin konfekt," skrifaði Elvar Geir Magnússon í beinni textalýsingu.

Valur er því með þrjú stig eftir fyrsta leik en Skagamenn eru án stiga.
Athugasemdir
banner