Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 30. apríl 2021 12:45
Fótbolti.net
Það er Auður í FH - nýir búningar kynntir
Matthías Vilhjálmsson í nýja búningnum. Fleiri myndir má sjá neðar í fréttinni.
Matthías Vilhjálmsson í nýja búningnum. Fleiri myndir má sjá neðar í fréttinni.
Mynd: FH
Mynd: FH
FHingar hefja leik í Pepsi Max deild karla annað kvöld á útivelli gegn Fylki. Sú breyting verður á að í fyrsta sinn í 20 ár verður nýr samstarfsaðili framan á búningum félagsins.

FH og Auður, dóttir Kviku, hafa skrifað undir samstarfssamning þar sem Auður er aðalstyrktaraðili knattspyrnudeildar FH og munu búningar liðsins skarta merki fjármálaþjónustunnar.

Auður, dóttir Kviku, er fjármálaþjónusta á netinu sem hefur náð frábærum árangri frá því hún fór í loftið í mars 2019. Auður býður hæstu mögulegu innlánsvexti hér á landi og hefur riðlað markaðinum til muna, ekki síst vegna þess hve lítil yfirbyggingin er og viðskiptavinurinn þjónustar sig sjálfur með góðum árangri.



„Við í FH erum mjög spennt fyrir samstarfinu með Auði. Í því liggja miklir möguleikar til vaxtar fyrir báða aðila og við FHingar erum ánægð og stolt að hafa svo flottan samstarfsaðila á bakvið okkur,” sagði Valdimar Svavarsson, formaður Knattpyrnudeildar FH.

„FH hefur verið eitt öflugasta félagið í íslenskri knattspyrnu undanfarna áratugi og markmið þeirra fara vel saman við markmið Auðar, að vera leiðandi og framsækin í okkar sérgrein. Það er sannarlega Auður í FH,” var haft eftir Hilmari Kristinssyni, verkefnastjóra Auðar.

FH-ingar hafa ekki bara styrkt leikmannahóp sinn fyrir sumarið heldur fengið styrkingar í stjórnarsetu. Söngvarinn og vallarþulurinn Friðrik Dór Jónsson hefur tekið sæti í stjórn knattspyrnudeildar.

„Nýju búningarnir eru bara geggjaðir, og merki Auðar fer ekkert eðlilega vel á búningum,” sagði Friðrik.

Aðspurður hvort stjórnarstörf muni hafa áhrif á stöðu Friðriks sem vallarþulur segir hann:

„Gestir Kaplakrika þurfa ekki að örvænta, við höldum þeim standard sem settur hefur verið undanfarin ár í hátalarakerfi Kaplakrika. Upp upp og áfram og allt inn á bundna bók.”
Athugasemdir
banner
banner