
„Þetta verður eitthvað," sagði íslenski landsliðsmaðrinn Ari Freyr Skúlason við Fótbolta.net í dag aðspurður út í HM í Rússlandi.
Ari er á mála hjá Lokeren sem rétt missti af Evrópusæti á dögunum. Rúnar Kristinsson var látinn fara frá Lokeren í byrjun tímabils og Ari segir að það hafi verið ósanngjörn ákvörðun.
Ari er á mála hjá Lokeren sem rétt missti af Evrópusæti á dögunum. Rúnar Kristinsson var látinn fara frá Lokeren í byrjun tímabils og Ari segir að það hafi verið ósanngjörn ákvörðun.
„Við vorum búnir að spila tvo leiki þegar hann var allt í einu rekinn. Hann átti enganvegin skilið að vera rekinn á þennan hátt. Það hefði verið spennandi að sjá hvernig hefði gengið ef hann hefði fengið heilt tímabil."
Ari skoraði fimm mörk úr vítaspyrnum í belgísku deildinni í vetur en hann klikkaði í vítaspyrnukeppni gegn Zulte Waregem í leik þar sem sigurliðið gat farið í umspil um sæti í Evrópudeildinni. „Ég verð að hrósa markverðinum, þetta var geggjað víti," sagði Ari léttur.
Ísland mætir Noregi í vináttuleik á Laugardalsvelli á laugardaginn. „Það er alltaf gaman að mæta Lalla (Lars Lagerback). Noregur er með skemmtilegt lið og fullt af góðum leikmönnum," sagði Ari. „Lalli á mikið í þessu landsliði og það verður mjög gaman að mæta honum en það verður ennþá sætara að vinna hann líka."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir