De Zerbi á blaði Real Madrid - Ekki hægt að laga samband Ten Hag og Sancho - Chelsea vill fá vinstri bakvörð
   þri 30. maí 2023 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Stuðningsmenn völdu Rashford bestan - Antony með flottasta markið
Marcus Rashford var valinn besti leikmaður tímabilsins
Marcus Rashford var valinn besti leikmaður tímabilsins
Mynd: EPA
Enski landsliðsmaðurinn Marcus Rashford er leikmaður ársins hjá Manchester United en hann hlaut viðurkenninguna á lokahófi félagsins í gær.

Rashford hefur skorað 30 mörk í öllum keppnum fyrir United á tímabilinu og gjörsamlega umbreytt leik sínum. Þar að auki er hann með 11 stoðsendingar.

Hann var í miklum erfiðleikum á síðustu leiktíð og var harðlega gagnrýndur af fjölmiðlum.

Erik ten Hag, stjóri United, náði því besta úr honum á þessu tímabili og var hann verðlaunaður fyrir það í gær er hann hlaut verðlaun sem besti leikmaður tímabilsins eða Sir Matt Busby-bikarinn eins og hann er kallaður. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1998 þar sem uppalinn leikmaður hlýtur verðlaunin en það eru stuðningsmenn sem kjósa um besta leikmanninn.

Hann var einnig valinn bestur af leikmönnum liðsins og þá fékk Antony viðurkenningu fyrir besta mark tímabilsins sem hann gerði gegn Barcelona í Evrópudeildinni.


Athugasemdir
banner