þri 30. maí 2023 17:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Virðist vera rétt ákvörðun að hafa leyft marki Gyrðis að standa
Gyrðir Hrafn fagnar marki sínu.
Gyrðir Hrafn fagnar marki sínu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH vann 4-3 sigur á HK í skemmtilegum fótboltaleik í Bestu deildinni síðasta sunnudagskvöld.

Það voru sett spurningamerki við þriðja mark FH í leiknum sem Gyrðir Hrafn Guðbrandsson skoraði.

„Haraldur kemur með geggjaða fyrirgjöf inn í miðjan vítateig á Gyrði sem skallar hann beint á Arnar í markinu og hann ver hann inn," skrifaði Sölvi Haraldsson í beinni textalýsingu frá leiknum þegar FH skoraði.

„Eggert stóð hins vegar ofan í Arnari og hafði gífurleg áhrif á leikinn."

Þarna héldu flestir að Eggert hafði verið rangstæður en þá hefði markið ekki átt að standa þar sem hann hafði mikil áhrif á leikinn. En greint var frá því á Stöð 2 Sport í gær að markið hefði ekki verið ólöglegt þar sem Eggert var ekki rangstæður.

Guðmundur Benediktsson, þáttastjórnandi Stúkunnar, segir frá því á Twitter að vegna tæknivandamáls hafi ekki verið hægt að sýna frá því að markið var ekki ólöglegt en það væri hægt að treysta á það. FH-ingurinn Garðar Ingi Leifsson birti svo myndband sem styður það að markið hafi átt að standa.

Hægt er að sjá myndbandið hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner