Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 30. júní 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Fyrirliði Genoa til Toronto (Staðfest)
Domenico Criscito og Albert Guðmundsson verða ekki áfram liðsfélagar
Domenico Criscito og Albert Guðmundsson verða ekki áfram liðsfélagar
Mynd: EPA
Kanadíska félagið Toronto FC hefur gengið frá samningum við ítalska varnarmanninn Domenico Criscito en hann kemur til félagsins frá Genoa.

Varnarmaðurinn reyndi er uppalinn hjá Genoa en hann hefur einnig spilað fyrir Juventus og Zenit á ferli sínum.

Hann snéri aftur heim frá Rússlandi árið 2018 og gekk í raðir uppeldisfélagsins og var gerður að fyrirliða en ákvað að söðla um eftir þetta tímabil.

Genoa féll niður í B-deildina á Ítalíu í síðasta mánuði og ákvað Criscito að leita á önnur mið.

Criscito gerði í gær samning út 2023 við kanadíska félagið Toronto FC og verður því liðsfélagi Lorenzo Insigne.

Torono spilar í MLS-deildinni og situr í 12. sæti Austur-deildarinnar með 18 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner