Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 30. júní 2022 21:38
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeildin: Langþráður sigur er Þór rústaði Þrótti
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Frábær byrjun hjá Alexandri Má, sem er að láni frá Fram.
Frábær byrjun hjá Alexandri Má, sem er að láni frá Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þór 5 - 0 Þróttur V.
1-0 Alexander Már Þorláksson ('6)
2-0 Bjarni Guðjón Brynjólfsson ('8)
3-0 Harley Willard ('34, víti)
4-0 Harley Willard ('52)
5-0 Bjarni Guðjón Brynjólfsson ('85)


Lestu um leikinn: Þór 5 -  0 Þróttur V.

Þór vann langþráðan sigur í Lengjudeildinni er Þróttur kom í heimsókn frá Vogum í kvöld.

Vogamenn voru þreyttir eftir erfitt ferðalag þegar mætt var til leiks eftir að fluginu þeirra hafði verið frestað vegna veðurs.

Þórsarar voru ekki á neinu ferðalagi heldur tóku þeir vel á móti gestum sínum og gjörsamlega rúlluðu yfir þá. Alexander Már Þorláksson átti draumabyrjun á Akureyri eftir að hafa komið að láni frá Fram á dögunum. Hann skoraði og lagði upp á fyrstu tíu mínútum leiksins og staðan strax orðin þægileg.

Harley Willard gerði þriðja mark Þórsara úr vítaspyrnu og bætti síðan því fjórða við skömmu eftir leikhlé. 

Bjarni Guðjón Brynjólfsson gerði fimmta og síðasta mark leiksins á lokakaflanum og ótrúlega þægilegur sigur Þórsara staðreynd.

Þetta var fyrsti sigur Þórs í deildinni síðan gegn Kórdrengjum í fyrstu umferð og er liðið með átta stig eftir níu umferðir. Þróttur vermir áfram botnsætið með tvö stig.


Byrjunarlið Þór :
1. Aron Birkir Stefánsson (m)
0. Orri Sigurjónsson
7. Bjarni Guðjón Brynjólfsson
8. Nikola Kristinn Stojanovic
9. Alexander Már Þorláksson
10. Aron Ingi Magnússon
10. Ion Perelló
11. Harley Willard
15. Kristófer Kristjánsson
18. Elvar Baldvinsson
30. Bjarki Þór Viðarsson

Byrjunarlið Þróttur V. :
1. Þórhallur Ísak Guðmundsson (m)
2. Arnór Gauti Úlfarsson
4. James William Dale
11. Shkelzen Veseli
15. Haukur Leifur Eiríksson
16. Unnar Ari Hansson (f)
19. Rubén Lozano Ibancos
19. Jón Kristinn Ingason
26. Michael Kedman
27. Dagur Guðjónsson
44. Andy Pew
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner