Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
   fös 30. júní 2023 23:28
Sverrir Örn Einarsson
Helgi Sig: Að lið Grindavíkur í þessari deild hafi ekki meiri manndóm
Lengjudeildin
Helgi Sigurðsson hefur eflaust verið furðulostinn vegna leiks sinna manna í kvöld
Helgi Sigurðsson hefur eflaust verið furðulostinn vegna leiks sinna manna í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var bara lélegur leikur af okkar hálfu og við áttum lítið sem ekkert skilið úr þessum leik. Mér fannst Þróttarar vilja þetta meira en við í dag og það er áhyggjuefni. “ Voru fyrstu orð Helga Sigurðssonar þjálfara Grindavíkur eftir 2-1 tap hans manna gegn Þrótti á Stakkavíkurvellinum í Grindavík fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  2 Þróttur R.

Grindavíkurliðið hefur oft sýnt betri leik en það gerði í kvöld og var Helgi langt í frá sáttur með þá frammistöðu sem að liðið sýndi á vellinum í kvöld.

„Að lið Grindavíkur í þessari deild hafi ekki meiri manndóm en það að vinna fleiri baráttur á vellinum. Þeir vinna nánast allt. Þeir voru ákveðnari. þeir unnu fyrsta bolta, annan bolta og jafnvel þriðja boltann í gríð og erg. Það var stutt í pirringinn hjá okkur og auðvitað er þetta áhyggjuefni að við náum litlum dampi hér á heimavelli þegar það gengur mjög vel á útivelli. “

Helgi var þó með svörin á reiðum höndum hvað þyrfti að gera til þess að rétta skútuna af og var ómyrkur í máli.

„Þetta er eitthvað sem við þurfum að laga í hvelli ef við ætlum að gera eitthvað í þessari deild. Það sem maður reynir að benda mönnum á er að það þýðir ekkert að vera vorkenna sjálfum sér. Við erum þeir einu sem getum snúið þessu við og menn verða bara að byrja núna. Það kemur núna tólf daga hlé fram að næsta leik og menn þurfa að sýna meiri karakter og rífa sig í gang en ekki bíða eftir að næsti maður geri það.“

Sagði Helgi en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner