
Ásmundur Arnarsson þjálfari Fjölnis segir að sínir menn hafi ekki verið með nægilegan sköpunarmátt þegar þeir töpuðu fyrir Íslandsmeisturum KR í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.
Lestu um leikinn: KR 2 - 0 Fjölnir
„Við lögðum þetta upp eins og síðustu leikki, liggja aftarlega, verjast vel og nýta hröð upphlaup. Okkur gekk ágætlega vel að loka á þá í fyrri hálfleik en vorum ekki nægilega beittir fram á við," sagði Ásmundur eftir leikinn.
Leikurinn var án áhorfenda vegna hertra reglna yfirvalda. Hvernig var að spila fyrir framan tóman KR-völl?
„Þetta eru sérstakar aðstæður. Það hefur margt sérstakt verið á þessu ári og við þurfum bara að bíða og sjá hvað verður."
Athugasemdir