Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 30. júlí 2022 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Leikið í Eyjum og Garðabæ
Það verður væntanlega stuð á Hásteinsvelli í dag.
Það verður væntanlega stuð á Hásteinsvelli í dag.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Það eru aðeins tveir leikir sem fara fram í íslenska boltanum um verslunarmannahelgina. Báðir eru þeir á dagskrá í dag, laugardag, klukkan 14:00.

Annar leikurinn verður spilaður á Þjóðhátíð þar sem ÍBV mætir Keflavík í áhugaverðri viðureign.

Eyjamenn eru með tvo sigra í röð eftir hrikalegt gengi vikurnar á undan því á meðan Keflavík er með tvö töp í röð eftir frábært gengi vikurnar á undan.

Staðan í deildinni er þó þannig að Keflavík er í þokkalegri stöðu með 17 stig eftir 14 umferðir á meðan ÍBV er nýkomið úr fallsæti og er með 11 stig.

Hinn leikurinn fer fram í Garðabæ þar sem Stjarnan mætir Íslands- og bikarmeisturum Víkings í leik sem gæti reynst mikilvægur í toppbaráttunni.

Víkingur er í öðru sæti sem stendur, sjö stigum eftir toppliði Blika og með leik til góða. Stjarnan er í fjórða sæti, fimm stigum eftir Víkingi.

Besta-deild karla
14:00 Stjarnan-Víkingur R. (Samsungvöllurinn)
14:00 ÍBV-Keflavík (Hásteinsvöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner