Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 30. júlí 2022 20:05
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Klopp: Markið hans Nunez rúsínan í pylsuendanum
Mynd: EPA

Darwin Nunez kom inn af bekknum snemma í síðari hálfleik í 3-1 sigri Liverpool á Manchester City í kvöld í leiknum um Samfélagsskjöldinn.


Hann kom inn á af miklum krafti en hann átti skalla sem fór í hendina á Ruben Diaz sem varð til þess að Salah skoraði annað mark liðsins úr vítaspyrnu.

Þá gulltryggði Nunez sigurinn með þriðja marki liðsins í uppbótartíma. Jurgen Klopp stjóri Liverpool var mjög ánægður með frammistöðu Nunez í leiknum.

„Við vitum öll að framherjar er sérstakur þjóðflokkur. Þeir þurfa smá jákvæða hluti, mörk eða eiga þátt í mörkum. Darwin [Nunez] hefði verið í góðum málum þó hann hefði ekki skorað því hann gerði vel í færunum sem hann fékk áður en Ederson gerði vel. Markið var augljóslega rúsínan í pysluendanum," sagði Klopp.

„Ég er mjög ánægður fyrir hans hönd, maður gat séð það á öllum liðsfélögunum hans hversu ánægðir þeir voru fyrir hans hönd, það er gott miðað við hvað hann er búinn að vera stutt hjá okkur."

Liverpool leikur æfingaleik gegn Strassbourg á Anfield á morgun. Það má búast við því að þeir sem spiluðu lengst af í kvöld munu fá hvíld á morgun. Deildin byrjar svo um næstu helgi.


Athugasemdir
banner
banner
banner