Margfaldir Þýskalandsmeistarar FC Bayern mæta RB Leipzig í úrslitaleik um Ofurbikarinn í kvöld.
Bayern vann deildina í vor á meðan Leipzig sigraði Freiburg eftir vítaspyrnukeppni í úrslitaleik bikarsins. Því mætast þessi stórlið í leik um Ofurbikarinn aðeins viku fyrir upphaf deildartímabilsins.
Bayern hefur deildartímabilið næsta föstudag á útivelli gegn Eintracht Frankfurt. Leipzig heimsækir Stuttgart á sunnudaginn.
Bikarkeppnin er einnig farin af stað í Þýskalandi þar sem Stuttgart og Borussia Dortmund unnu sína leiki í gær. Í dag mæta Bayer Leverkusen, FC Köln og Wolfsburg meðal annars til leiks.
Leikur kvöldsins:
18:30 RB Leipzig - FC Bayern
Athugasemdir