Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   þri 30. júlí 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fimm bestu í 2. deild - „Hörku prófíll og algjör sigurvegari"
Selfoss er á toppi 2. deildar.
Selfoss er á toppi 2. deildar.
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Baldvin Már Borgarsson, þjálfari Árbæjar, fékk það verkefni í útvarpsþættinum Fótbolta.net síðasta laugardag að velja fimm bestu leikmenn tímabilsins í 2. deild karla.

Tímabilið hefur verið virkilega skemmtilegt í 2. deild og er spennandi að sjá hvernig fer næstu vikurnar. Hvaða lið fara eiginlega upp?

„Þetta er mjög erfitt og ég listaði niður nokkra leikmenn til þess að brjóta þetta niður í fimm," sagði Baldvin í þættinum.

Hann valdi Luke Williams, leikmann Víkings Ólafsvík, sem þann besta í deildinni en Brynjar Kristmundsson, þjálfari Ólsara, gat tekið undir það.

„Hann er stórkostlegur leikmaður og á náttúrulega einhverja 30 leiki í Championship á Englandi með Middlesbrough. Þetta er hörku prófíll og algjör sigurvegari. Hann þolir ekki þegar leikmenn eru ekki að gefa 140 prósent í þetta," sagði Brynjar.

„Hann er leikmaður sem dregur aðra upp og það er ógeðslega dýrmætt að hafa þannig mann í liðinu."

Hér fyrir neðan má sjá þá sem hann valdi fimm besta.

Baldvin valdi líka vonbrigðin í deildinni en hann nefndi einfaldlega Ægi, sína fyrrum lærisveina. Þeir eru búnir að tapa mörgum leikjum í röð og eru í tíunda sæti. „Þeir hafa ekki unnið síðan í áttundu umferð. Mér finnst leikmannahópur Ægis ekki slakari en hann var í Lengjudeildinni í fyrra," sagði Baldvin en hann hrósaði einnig Völsungi fyrir að koma á óvart.

Hægt er að hlusta á útvarpsþáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.
Útvarpsþátturinn - Gluggaslúður, Evrópa og þeir bestu í 2. deild
Athugasemdir
banner
banner
banner