Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   þri 30. júlí 2024 12:00
Elvar Geir Magnússon
Grealish: Erfiðasta stund ferilsins
Jack Grealish.
Jack Grealish.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Jack Grealish segir að það hafi verið erfiðasta stund ferils síns þegar honum var tilkynnt að hann hefði ekki verið valinn í EM hóp Englands. Þessi 28 ára leikmaður Manchester City segist hafa verið niðurbrotinn.

„Maður fór í sumarfrí en í hvert sinn sem maður skoðaði símann eða kveikti á sjónvarpi sá maður talað um mótið. Það var erfitt að kyngja þessu," segir Grealish, sem á 36 landsleiki fyrir Englands.

„Fótboltalega var þetta það erfiðasta sem ég hef þurft að takast á við. Ég þarf bara að reyna að nýta þetta sem drifkraft komandi inn í nýtt tímabil."

„Mér fannst ég eiga að vera í hópnum. Mér finnst ég bjóða upp á öðruvísi hluti en aðrir í hópnum. En svona er þetta. Ég hef upplifað margt á mínum ferli en eins og ég segi er þetta mín erfiðasta stund sem fótboltamaður."
Athugasemdir
banner
banner
banner