Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 30. september 2020 22:51
Ívan Guðjón Baldursson
3. deild: KV skoraði fimm gegn Tindastóli
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
KV er á toppi 3. deildar eftir öruggan sigur gegn Tindastóli í kvöld. Vesturbæingar lentu undir snemma leiks en svöruðu með fimm mörkum og unnu 5-1.

KV er búið að tryggja sig upp um deild á meðan Tindastóll er um miðja deild, sex stigum frá fallsvæðinu þegar þrjár umferðir eru eftir.

Ægir og Vængir Júpíters náðu þá í mikilvæg stig í fallbaráttunni. Ægir gerði jafntefli við Augnablik á meðan Vængirnir náðu stigi gegn Elliða þrátt fyrir mikla yfirburði Árbæinga í leiknum.

Vængir Júpíters eru áfram í fallsæti, tveimur stigum eftir Ægi og sameinuðu liði Hattar og Hugins.

KV 5 - 1 Tindastóll
0-1 Luke Morgan Conrad Rae ('18)
1-1 Askur Jóhannsson ('24)
2-1 Einar Már Þórisson ('31, víti)
3-1 Ingólfur Sigurðsson ('53)
4-1 Grétar Sigfinnur Sigurðarson ('67)
5-1 Einar Már Þórisson ('90, víti)
Rautt spjald: Victor Akinyemi Borode, Tindastóll ('90)

Augnablik 1 - 1 Ægir
1-0 Jón Veigar Kristjánsson ('5)
1-1 Brynjólfur Þór Eyþórsson ('11)

Vængir Júpiters 1 - 1 Elliði
0-1 Benedikt Daríus Garðarsson ('67)
1-1 Sigurbjörn Bjarnason ('84)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner