Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 30. september 2020 19:23
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Bjarki og Óttar léku sinn fyrsta leik - Padova áfram
Mynd: Venezia
Íslendingalið Venezia og Padova eru komin áfram í ítalska bikarnum eftir sigra í leikjum sínum í dag.

Emil Hallfreðsson var ekki í leikmannahópi Padova í óvæntum 1-3 sigri gegn B-deildarliði Frosinone.

Bjarki Steinn Bjarkason var þá í byrjunarliði Venezia sem tók á móti Carrarese og kom Óttar Magnús Karlsson inn af bekknum í síðari hálfleik. Þeir eru þar með báðir búnir að spila sinn fyrsta leik fyrir nýtt félag.

Venezia vann leikinn 2-0 þökk sé tvennu frá norska kantmanninum Dennis Johnsen sem var einnig að spila sinn fyrsta leik fyrir Venezia.

Óttar Magnús kom inn á 59. mínútu leiksins og átti Bjarki Steinn skot í stöng á 71. mínútu.

Venezia 2 - 0 Carrarese
1-0 Dennis Johnsen ('65)
2-0 Dennis Johnsen ('90)

Frosinone 1 - 3 Padova
1-0 A. Tabanelli ('20)
1-1 L. S. Della ('21)
1-2 E. Soleri ('33)
1-3 L. S. Della ('42)
Athugasemdir
banner
banner
banner