Hawa Cissoko segist hafa verið hissa á öllu því kynþáttahatri sem hún upplifði eftir að hafa kýlt andstæðing sinn í fótboltaleik í ensku Ofurdeildinni á síðustu leiktíð.
Cissoko fékk beint rautt spjald fyrir að kýla Sarah Mayling tvisvar sinnum í andlitið í miðjum leik en hatrið sem fylgdi á samfélagsmiðlum kom henni gríðarlega á óvart.
15.10.2022 20:13
Sjáðu atvikið: Liðsfélagi Dagnýjar kýldi andstæðinginn og fékk rautt
„Ég bjóst ekki við að lenda í þessu, sérstaklega þar sem fólkið sem greip í lyklaborðið er ekki að horfa á kvennaboltann. Ef þetta væri frá fólki sem fylgist með kvennadeildinni þá gæti ég skilið þetta betur, það tók mig smá tíma að átta mig á því að þetta snerist bara um kynþáttafordóma. Ég fékk urmul skilaboða frá rasistum sem nýta hvert tækifæri til að ausa reiði sinni og hatri yfir annað fólk," segir Cissoko. „Þegar ég fattaði þessa staðreynd var auðveldara að takast á við allt hatrið. Í byrjun tekur maður þessu persónulega en svo fattar maður að þetta eru bara rasistar sem fylgjast ekki einu sinni með kvennaboltanum.
„Þessir rasistar geta sent svona skilaboð frá sér vegna þess að þeir vita að það eru engar afleiðingar. Við þurfum meira öryggi. Ég hunsa neikvætt fólk á samfélagsmiðlum, það nægir að slökkva á símanum og þetta fólk er ekki lengur til. Það sem skiptir mig mestu máli er sambandið sem ég hef við liðsfélagana, þjálfarateymið og fjölskylduna mína."
Cissoko er ósátt með stimpilinn sem hún hefur á sér um að vera grófur varnarmaður
„Ég er ekki að fara að breyta leikstílnum mínum til að losna við einhvern stimpil. Ég er snögg, sterk og kraftmikil en ef ég hætti að vera ég þá mun West Ham rífa samninginn minn og ég mun enda á að spila í utandeildinni! Fólk heldur að ég sé aggressívur leikmaður en ef þetta er skoðað nánar þá held ég að ég brjóti talsvert minna af mér heldur en aðrir varnarmenn. Ég enda stundum leiki án þess að vera dæmd brotleg einu sinni.
„Ég átti skilið að fá rautt spjald gegn Aston Villa, en hinn leikmaðurinn (Mayling) fékk ekki einu sinni gult spjald. Hún var á gulu og hefði átt að fá seinna gula spjaldið.
„Ég er mjög rólegur einstaklingur bæði innan og utan vallar. Vanalega vilja atvinumenn í fótbolta verða sérfræðingar eða þjálfarar eftir að ferlinum lýkur. Mig langar til að vera dómari, ég gæti orðið fyrsti dómarinn sem var einnig atvinnumaður á háu stigi."
19.10.2022 14:00
Liðsfélagi Dagnýjar fengið hótanir eftir að hún kýldi andstæðing
Athugasemdir