Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
   lau 30. september 2023 22:53
Brynjar Ingi Erluson
„Útskýring dómarasambandsins er ótrúleg“
Jamie Carragher
Jamie Carragher
Mynd: Getty Images
Simon Hooper átti erfiðan dag á flautunni
Simon Hooper átti erfiðan dag á flautunni
Mynd: Getty Images
Jamie Carragher, sparkspekingur á Sky Sports, segir útskýringu enska dómarasambandsins, á mistökunum sem áttu sér stað í leik Tottenham og Liverpool, hreint út sagt ótrúlega.

Simon Hooper og teymi hans dæmdu mark Luis Díaz af á 34. mínútu, en enska dómarasambandið viðurkenndi að það hafi verið röng ákvörðun.

Micky van de Ven spilaði Díaz réttstæðan, en það virðist hafa verið sem svo að VAR hafi ekki séð hann teygja úr vinstri löppinni.

   30.09.2023 19:48
Dómarasambandið viðurkennir mistök í rangstöðumarki Díaz


Dómarasambandið sagði í yfirlýsingu sinni að VAR hafi ekki gripið inn í, en í útsendingunni var samt birt mynd þar sem VAR staðfesti rangstöðuna og þá fengu lýsendur Sky Sports einnig upplýsingar um það í eyrnatæki sem þeir notast við í lýsingum.

„Sláandi mistök, en þetta hefur ekkert með það að gera hvernig línurnar eru teiknaðar. VAR sá ekki miðvörð Tottenham og horfa í það að Díaz var fyrir framan bakvörðinn. Á þessu tímabili þegar rangstöður hafa verið augljósar þá hafa þeir reynt að flýta ferlinu til að koma leikjunum af stað aftur og sleppt því að teikna línur.“

„Það eru skelfileg mistök að sjá ekki varnarmann Spurs teygja úr fætinum.“

„Ég hélt að þetta væri eina mögulega útskýringin, því við höfum séð þetta áður í leikjum hjá Crystal Palace og Arsenal á síðasta tímabili, en útskýringin fyrir mistökum dagsins er ótrúleg,“
sagði Carragher á X(Twitter).

Dale Johnson hjá ESPN bendir á það að ekki hafi verið hægt að skoða atvikið aftur þar sem Tottenham tók aukaspyrnuna, en Carragher segir það algert bull.

„Þetta eru skelfileg mistök hvernig sem þeir gerðu þetta, en það er bara kjaftæði að þeir geti ekki skoðað atvikið aftur bara af því aukaspyrnan var tekin, það er að segja ef þeir föttuðu mistökin stuttu eftir aukaspyrnuna,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner