City gæti gert tilboð í Zubimendi - Newcastle gæti reynt við David - Liverpool hefur áhuga á Juanlu
   mán 30. september 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Er að spila mjög vel hjá systurfélaginu
Djordje Petrovic.
Djordje Petrovic.
Mynd: Chelsea
Markvörðurinn Djordje Petrovic hefur farið mjög vel af stað á tímabilinu með Strasbourg í Frakklandi.

Hann var lánaður þangað frá Chelsea í sumar en félögin eru með sömu eigendur. Chelsea hefur notað það mikið að lána menn til Strasbourg en þar geta menn haldið áfram að þróa sinn leik í sterkri deild, frönsku úrvalsdeildinni.

Petrovic spilaði nokkuð með Chelsea á síðasta tímabili en Enzo Maresca, nýr stjóri liðsins, ákvað frekar að treysta á Robert Sanchez þegar hann tók við í sumar.

Petrovic fór því á láni til Strasbourg en þar hefur hann spilað mjög vel í byrjun tímabils.

„Markmiðið mitt er að verða aðalmarkvörður Chelsea," sagði Petrovic eftir flotta frammistöðu í 1-0 sigri gegn Marseille um liðna helgi.

„Chelsea er eitt besta lið í heimi og ég vona að það gerist."

Chelsea fékk Petrovic frá New England Revolution í Bandaríkjunum fyrir rúmu ári síðan. Þessi 24 ára Serbi lék 31 sinni undir stjórn Mauricio Pochettino á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner