banner
   fös 30. október 2020 08:55
Magnús Már Einarsson
Koulibaly til Liverpool í janúar?
Powerade
Kalidou Koulibaly er orðaður við Liverpool.
Kalidou Koulibaly er orðaður við Liverpool.
Mynd: Getty Images
Pochettino vill snúa aftur til Englands.
Pochettino vill snúa aftur til Englands.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin gefa ekkert eftir frekar en fyrri daginn. Kíkjum á allt það helsta í slúðrinu.



Manchester United er tilbúið að tvöfalda laun tyrkneska miðjumannsins Hakan Calhanoglu (26) en samningur hans hjá AC Milan rennur út næsta sumar. (Todofichajes)

Toby Alderweireld (31) gæti farið frá Tottenham þegar samningur hans rennur út árið 2023. Þetta segir faðir hans. (Teamtalk)

Liverpool hefur áhuga á að fá Kalidou Koulibaly (29) frá Napoli en félagið ætlar að bjóða í hann í janúar. (Calciomercato)

Sergio Romero, markvörður Manchester United, mun ekki fara til Inter Miami í Bandaríkjunum. Romero verður áfram hjá United þar til í janúar. (Mail)

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, ætlar að velja Phil Foden (20) í enska landsliðið á ný fyrir komandi verkefni en honum var hent út úr hópnum fyrir að brjóta reglur á Íslandi. Mason Greenwood (19) verður mögulega ekki valinn strax aftur í hópinn. (Mirror)

Jan Vertonghen, fyrrum varnarmaður Tottenham, telur að Mauricio Pochettino, fyrrum stjóri félagsins, sé í leit að starfi á Englandi og að hann gæti mögulega tekið við Manchester United. (Star)

Matteo Guendouzi (21) miðjumaður Arsenal segir að liðsfélagar sínir Mesut Özil og Bernd Leno hafi hvatt sig til að fara til Hertha Berlin á láni. (Kicker)

Juventus ætlar að halda Andrea Pirlo sem þjálfara þrátt fyrir gagnrýni í byrjun tímabils. (Mail)

Ryan Giggs segir að Manchester United gæti lent í því að spila í 20 ár í röð án þess að vinna ensku úrvalsdeildina aftur. (Metro)

Frank Lampard, stjóri Chelsea, segist aldrei hafa efast um að Christian Pulisic (22) gæti staðið sig vel í ensku úrvalsdeildinni. (ESPN)
Athugasemdir
banner
banner
banner