Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   mið 30. október 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Stoðsendingaþrenna hjá Willum í risasigri Birmingham - Alfons lagði upp eitt
Willum Þór og Alfons áttu frábæran dag í liði Birmingham
Willum Þór og Alfons áttu frábæran dag í liði Birmingham
Mynd: Getty Images
Willum Þór Willumsson lagði upp þrjú mörk og Alfons Sampsted eitt í 7-1 stórsigri Birmingham City á U21 árs liði Fulham í EFL-bikarnum í gær.

Landsliðsmennirnir byrjuðu báðir í leiknum og tókst Willum að leggja upp tvö mörk fyrir Jay Stansfield í fyrri hálfleiknum.

Fyrra markið kom á 17. mínútu en hann vann þá boltann hægra megin við teiginn, lyfti boltanum skemmtilega inn á Stansfield sem skoraði með góðu skoti.

Fulham jafnaði metin með geggjuðu skoti Martial Godo fyrir utan teig en eftir það tók Birmingham öll völd. Stansfield gerði annað mark sitt eftir stoðsendingu Willums undir lok hálfleiksins er hann lagði boltann inn í teiginn á Stansfield sem átti laflaust skot framhjá markverði Fulham.

Willum fullkomnaði stoðsendingaþrennu sína eftir klukkutímaleik er hann fékk boltann í teignum, lagði boltann til hliðar á Alfie May sem lagði boltann í netið.

Alfons gerði fyrstu stoðsendingu sína á tímabilinu undir lok leiks eftir laglegt hlaup og kom honum síðan í miðjan teiginn á Lyndon Dykes og var eftirleikurinn auðveldur.

Auðveldur sigur hjá Birmingham sem tók toppsæti J-riðils með 7 stig og er komið áfram í næstu umferð.

Jason Daði Svanþórsson lék þá allan leikinn er Grimsby Town gerði 1-1 jafntefli við U21 árs lið Manchester City. Eftir jafntefli í leikjunum fer fram vítaspyrnukeppni þar sem lið geta sótt sér aukastig en Man City hafði betur þar, 5-4. Grimsby hafnaði í neðsta sæti H-riðils með 1 stig.


Athugasemdir
banner
banner