Miðjumaðurinn Thomas Partey verður ekki með Arsenal í næstu leikjum og mun meðal annars missa af grannaslagnum við Tottenham á sunnudaginn.
Partey hefur verið sárt saknað hjá Arsenal en hann hefur ekkki spilað síðan 8. nóvember þegar hann fór meiddur afvelli í 3-0 tapi gegn Aston Villa.
Partey hefur verið sárt saknað hjá Arsenal en hann hefur ekkki spilað síðan 8. nóvember þegar hann fór meiddur afvelli í 3-0 tapi gegn Aston Villa.
Partey var keyptur frá Atletico Madrid fyrir tímabilið.
„Vonandi getum við fengið hann til baka bráðlega en við þurfum að fara varlega með leikmenn. Ég held að hann muni missa af næstu leikjum," segir Mikel Arteta, stjóri Arsenal.
Arsenal er í basli í ensku úrvalsdeildinni, liðið er í fjórtánda sæti með aðeins þrettán stig.
Athugasemdir