Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 30. nóvember 2022 17:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fylgdust vel með símanum í lokin - Sögufrægur en súrsætur sigur
Túnis fer heim þrátt fyrir magnaðan sigur.
Túnis fer heim þrátt fyrir magnaðan sigur.
Mynd: Getty Images
Túnis er úr leik á HM þrátt fyrir hetjulega baráttu. Þeir enduðu í þriðja sæti í riðli með Danmörku, Frakklandi og Ástralíu.

Túnis tókst að vinna ríkjandi heimsmeistara Frakklands í lokaleiknum í riðlinum í dag, 1-0. Magnaður sigur en því miður fyrir Túnis þá var það ekki nóg þar sem Ástralía vann Danmörku á sama tíma.

Leikmenn Túnis fylgdust með úrslitunum í leik Ástralíu og Danmerkur í síma á varamannbekknum undir lokin, en þeir voru niðurlútir þegar flautað var til leiksloka þrátt fyrir ótrúlegan sigur.

Túnis varð í dag fyrsta liðið til að vinna Frakkland í riðlakeppni HM síðan Suður-Afríka gerði það fyrir tólf árum.

Frakkland hafði jafnframt unnið sex leiki í röð á heimsmeistaramótinu fyrir þennan leik. Þetta er einn stærsti sigur í sögu Túnis en súrsætur er hann.

Túnis endar með fjögur stig eftir sigur gegn Frakklandi og jafntefli við Danmörku. Tapið gegn Ástralíu er það sem gerir útslagið í þessu.



Athugasemdir
banner
banner
banner