
Túnis er úr leik á HM þrátt fyrir hetjulega baráttu. Þeir enduðu í þriðja sæti í riðli með Danmörku, Frakklandi og Ástralíu.
Túnis tókst að vinna ríkjandi heimsmeistara Frakklands í lokaleiknum í riðlinum í dag, 1-0. Magnaður sigur en því miður fyrir Túnis þá var það ekki nóg þar sem Ástralía vann Danmörku á sama tíma.
Leikmenn Túnis fylgdust með úrslitunum í leik Ástralíu og Danmerkur í síma á varamannbekknum undir lokin, en þeir voru niðurlútir þegar flautað var til leiksloka þrátt fyrir ótrúlegan sigur.
Túnis varð í dag fyrsta liðið til að vinna Frakkland í riðlakeppni HM síðan Suður-Afríka gerði það fyrir tólf árum.
Frakkland hafði jafnframt unnið sex leiki í röð á heimsmeistaramótinu fyrir þennan leik. Þetta er einn stærsti sigur í sögu Túnis en súrsætur er hann.
Túnis endar með fjögur stig eftir sigur gegn Frakklandi og jafntefli við Danmörku. Tapið gegn Ástralíu er það sem gerir útslagið í þessu.
France have lost a World Cup Group stage game for the first time since 2010.
— Statman Dave (@StatmanDave) November 30, 2022
Sacre bleu. 😳 pic.twitter.com/Ybtp3xnGG4
Tunisia players crowded around a phone on the bench. Going to be heart breaking for them.
— Mark Mann-Bryans (@MarkyMBryans) November 30, 2022
Athugasemdir