Íslenska karlalandsliðið fellur um fjögur sæti á heimslista FIFA eftir töp gegn Slóvakíu og Portúgal á dögunum.
Ísland er núna í 71. sæti listans.
Ísland er núna í 71. sæti listans.
Ísland hafði verið 67. sæti listans frá því í júní en fellur núna um fjögu sæti. Íslenska landsliðið hefur ekki verið svona neðarlega á listanum í meira en tíu ár en við fórum niður í 98. sæti árið 2013. Neðst fórum við í 131. sæti listans árið 2012.
Strákarnir í íslenska landsliðinu áttu heilt yfir ekki góða undankeppni fyrir Evrópumótið en liðið fer samt sem áður í umspil í mars út af fínum árangri í Þjóðadeildinni. Í umspilinu spilum við gegn Ísrael í undanúrslitum og svo annað hvort Úkraínu eða Bosníu í hreinum úrslitaleik.
Á toppi listans eru áfram heimsmeistarar Argentínu en þar á eftir koma Frakkland, England, Belgía og Brasilía.
Athugasemdir