Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
   lau 30. nóvember 2024 16:35
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarliðin í Lundúnaslagnum: Jorginho og Trossard koma inn í lið Arsenal
Mynd: Getty Images
West Ham og Arsenal takast á í 13. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Ólympíuleikvanginum í Lundúnum klukkan 17:30 í dag.

Arsenal á möguleika á því að saxa niður á forystu Liverpool en Arsenal er níu stigum frá toppnum á meðan West Ham er með 15 stig í 14. sæti.

Mikel Arteta gerir ekki margar breytingar á liði sínu frá 5-1 sigrinum gegn Sporting. Vörnin er sú sama en á miðjunni kemur Jorginho inn fyrir Thomas Partey. Leandro Trossard kemur þá inn fyrir Gabriel Martinelli.

Julen Lopetegui, stjóri West Ham, heldur í sama lið og vann Newcastle United í síðustu umferð.

West Ham: Fabianski; Wan-Bissaka, Todibo, Kilman, Emerson; Soucek; Bowen, Paquetá, Carlos Soler, Summerville; Antonio

Arsenal: David Raya; Timber, Saliba, Gabriel, Calafiori; Odegaard, Rice, Jorginho; Saka, Havertz, Trossard.
Athugasemdir
banner
banner
banner