Bayern missteig sig í toppbaráttunni í þýsku deildinni í kvöld þegar liðið gerði jafntefli gegn Dortmund.
Liðið varð fyrir áfalli í fyrri hálfleik þegar markahæsti leikmaður liðsins, Harry Kane, haltraði af velli. Þá var liðið marki undir en Jamal Musiala jafnaði metin og tryggði liðinu stig.
„Harry segir að þetta sé ekki svo slæmt. Hann þarf að fara í myndatöku og þá vitum við meira," sagði Vincent Kompany í samtali við heimasíðu Bayern eftir leikinn í kvöld.
Bayern er á toppi deildarinnar, sjö stigum á undan Frankfurt og Leverkusen en Frankfurt á leik til góða gegn Heidenheim á útivelli á morgun.
Athugasemdir