Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 31. janúar 2023 22:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hvernig náði Chelsea loksins að sannfæra Benfica?
Enzo Fernandez.
Enzo Fernandez.
Mynd: Getty Images
Chelsea er að ganga frá kaupum á argentínska miðjumanninum Enzo Fernandez. Hann verður dýrasti leikmaður í sögu enska boltans, mun kosta 120 milljónir evra.

Chelsea hefur farið hamförum í þessum janúarglugga og eytt himinháum upphæðum.

Það hefur gengið illa að ná samkomulagi við Benfica um kaupin á Enzo, en portúgalska félagið vildi fá allt riftunarverðið í einni greiðslu. Í dag hafa félögin rætt saman stanslaust og loksins náðist samkomulag.

Samkvæmt Matt Law hjá Telegraph þá er Chelsea að borga riftunarverðið í þremur mismunandi greiðslum yfir tveggja ára tímabil. Það var nóg til að sannfæra Benfica.

Benfica samþykkti það og er Enzo, sem er öflugur miðjumaður, þá á leið til Chelsea ef félögin skila öllum viðeigandi skjölum áður en frestur til þess rennur út.

Hvernig er Chelsea að fara að þessu?
Fjölmargir spyrja sig örugglega að því hvernig Chelsea er að komast fram hjá Financial Fair Play fjármálareglunum með öllum þau kaupum sem félagið hefur verið að gera.

Lesa má um það hérna en Chelsea er búið að finna leiðir til að koma sér fram hjá þessum reglum.

Það verður fróðlegt að sjá hvort þessi kaup á Enzo hafi einhver áhrif á reglurnar, hvort þau séu ekki að taka þetta yfir einhvers konar línu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner