Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 31. mars 2020 15:49
Hafliði Breiðfjörð
Jói Berg: Ég hefði spilað leikinn gegn Rúmeníu
Jóhann Berg Guðmundsson er gríðarlega mikilvægur fyrir íslenska landsliðið. Hann segir að hann hefði getað spilað gegn Rúmeníu ef leikurinn hefði farið fram.
Jóhann Berg Guðmundsson er gríðarlega mikilvægur fyrir íslenska landsliðið. Hann segir að hann hefði getað spilað gegn Rúmeníu ef leikurinn hefði farið fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Berg Guðmundsson leikmaður Burnley í Englandi var gestur í Sportinu á Stöð 2 Sport í dag en þátturinn er daglega klukkan 15:00 í beinni útsendingu og í umsjón Henry Birgis Gunnarssonar og Kjartans Atla Kjartanssonar.

Í þætti dagsins ræddi Kjartan Atli við hann um stöðuna sem komin er upp útaf Covid-19 heimsfaraldrinum sem hefur sett allt á hliðina um allan heim.

Jóhann Berg hefur glímt við meiðsli á kálfa upp á síðkastið og mikið misst úr í vetur vegna meiðsla. Ísland átti að mæta Rúmeníu í umspili um sæti á EM 2020 á fimmtudaginn og Jóhann Berg segir að hann hefði náð að spila leikinn hefði hann farið fram.

„Þetta tímabil hefur verið gríðarlega erfitt meiðslalega séð hjá mér og ég hef glímt við mörg meiðsli í vöðvum. Ég var meiddur á kálfa en ég hefði verið fit fyrir leikinn," sagði Jóhann Berg í Sportinu.

„Ég hefði spilað þennan leik en hefði þó örugglega bara æft einu sinni eða tvisvar með liðinu. Ég hefði keyrt á þetta og held það hefði verið í lagi því þetta er komið á þokkalegan stað."

Enska úrvalsdeildin fór í byrjun mánaðarins í ótímabundið hlé meðan heimurinn glímir við Covit-19 sjúkdóminn. Jóhann segist búast við að deildin fari í gang að nýju í fyrsta lagi í júní og ef svo er verði hann klár í slaginn.

„Ég er búinn að missa af miklum fótbolta á tímabilinu og það hefði verið gott fyrir mig að koma sterkur til baka í síðustu 9 leikina og landsleikina. Ef deildin fer af stað þá verð ég klár, það er nokkuð ljóst."

Jóhann var einnig spurður út í þá hugmyndir að spila restina af mótinu fyrir luktum dyrum og eins og Heimsmeistaramót. Hann sagðist ekki hafa trú á að það gæti gerst enda þyrfti að vera sjúkrabíll og heilbrigðisstarfsfólk á hverjum leik og sjúkrahúsin mættu ekki við að missa það fólk á þessum tímum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner