Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 31. mars 2021 17:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eiður kom ekki að valinu á Sveini
Icelandair
Eiður kom ekki að valinu að þessu sinni.
Eiður kom ekki að valinu að þessu sinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lars Lagerback, sem er hluti af þjálfarateymi landsliðsins, var í viðtali við RÚV um byrjunarlið landsliðsins gegn Liechtenstein í þriðja leik liðsins í undankeppni HM í kvöld.

Rúnar Alex Rúnarsson stendur í marki Íslands og þá er einn leikmaður sem kallaður var upp úr U21 landsliðinu í byrjunarliðinu. Það er Sveinn Aron Guðjohnsen.

Alls eru fimm breytingar á byrjunarliðinu frá tapinu gegn Armeníu.

Hægt er að skoða byrjunarlið Íslands með því að smella hérna.

„Mér finnst Arnar gera rétt í að dreifa þessu aðeins en það er líka til dæmis gott fyrir Rúnar að koma inn og fá reynslu. Hann er enn mjög góður markvörður en yngist ekki. Þetta er góður leikur fyrir hann til að koma inn í liðið," sagði Lars.

„Ég þekki Svein Aron ekki vel. Eiður (aðstoðarþjálfari) tók ekki þátt í að velja liðið. Það er mikilvægt að taka það fram svo fólk haldi ekki að hann sé í liðinu út af pabba hans. Ég sá hann í báðum U21 leikjunum en ég var mjög hrifinn af honum á æfingum. Hann leit mjög vel út og meðtók hvernig við viljum að liðið spila. Hann er góður í að klára færi, vinnusamur og harður af sér," sagði sá sænski.

Hann talaði jafnframt um það að sé gríðarlega mikilvægt að vinna þennan leik í ljósi þess að Ísland hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í riðlinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner