Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 31. mars 2021 18:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrrum styrktarþjálfari Íslands starfar hjá Liechtenstein
Icelandair
Sebastian Boxleitner.
Sebastian Boxleitner.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland er að fara að mæta Liechtenstein í þriðja leik liðsins í undankeppni HM.

Ísland hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í riðlinum en leikurinn í dag er leikur sem Ísland á svo sannarlega að vinna.

Það er nokkur Íslandstenging inn í lið Liechtenstein.

Helgi Kolviðsson er fyrrum landsliðsþjálfari Liechtenstein og styrktarþjálfari liðsins er Sebastian Boxleitner.

Hinn þýski Boxleitner tók við sem styrktarþjálfari íslenska landsliðsins 2016 og var í því starfi til 2019. Hann var þá rekinn frá KSÍ eftir að Erik Hamren gerðist þjálfari liðsins.

Bretinn Tom Joel er núna styrktarþjálfari Íslands en Boxleitner er hinum megin hjá Liechtenstein. Hann fylgdi Helga Kolviðssyni þangað og ákvað að vera þar áfram þótt Helgi hafi hætt.

Hægt er að fara í beina textalýsingu frá leiknum hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner