Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 31. mars 2021 13:40
Elvar Geir Magnússon
Segir Bayern ekki þurfa Haaland
Erling Haaland.
Erling Haaland.
Mynd: Getty Images
Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Bayern München, segir að Þýskalandsmeistararnir muni ekki taka þátt í baráttunni um Erling Haaland, sóknarmann Dortmund.

Rummenigge segir að Bayern þurfi ekki á Haaland að halda þegar liðið sé með besta sóknarmann heims í sínum röðum. Robert Lewandowski.

„Ég veit ekki hvaðan sögurnar hafa komið um að við séum að reyna að fá hann. Ég get bara sagt að við höfum besta leikmann heims í hans stöðu. Robert Lewandowski er með samning til 2023," segir Rummenigge.

Lewandowski og Haaland eru heitustu sóknarmenn Evrópufótboltans um þessar mundir.
Athugasemdir
banner
banner