Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   mán 31. júlí 2017 22:20
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Ívar: Stoðsending í Draumadeildinni er það ekki?
Ívar Örn skoraði og lagði upp í kvöld
Ívar Örn skoraði og lagði upp í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ívar Örn Jónsson var ánægður með sigur Víkings R. á Grindavík í kvöld.

„Þetta var kærkominn sigur. Við færum okkur aðeins upp í töflunni. Það er farinn að myndast svolítill pakki þarna. Mikilvægt að fá þrjú stig," sagði Ívar.

Ívar skoraði úr vítaspyrnu í kvöld en andstæðingur hans var Kristijan Jajalo, sem var valinn besti markvörður fyrri umferðarinnar. Hann var þó ekki stressaður.

„Neinei ekkert stressaður. Öll víti eru eins. Það er markmaður og það er bara að koma boltanum framhjá honum. Það gekk í dag."

Aukaspyrnu-Ívar átti einnig stoðsendingu í leiknum eftir flotta aukaspyrnu við hliðarlínuna.

„Þetta er stoðsending í Draumadeildinni er það ekki? Þetta var fínasti bolti. Maður reynir að taka þátt í því að leggja upp og skora mörk. Það er bara stór partur af þessu."

Ívar var ánægður með spilamennskuna hjá Víkingi í kvöld að undanskildum fyrstu mínútum leiksins.

„Þetta var flott frammistaða. Kannski fyrstu 5-10 mín voru við á hælunum og gekk illa að framkvæma það sem við ætluðum að gera. Erum svolítið heppnir þar því þeir fá góð færi. En eftir það tökum við stjórnina á leiknum. Svo komum við út í seinni hálfleik grimmari en þeir og tökum öll völd á vellinum."
Athugasemdir
banner
banner