Ívar Örn Jónsson var ánægður með sigur Víkings R. á Grindavík í kvöld.
„Þetta var kærkominn sigur. Við færum okkur aðeins upp í töflunni. Það er farinn að myndast svolítill pakki þarna. Mikilvægt að fá þrjú stig," sagði Ívar.
Ívar skoraði úr vítaspyrnu í kvöld en andstæðingur hans var Kristijan Jajalo, sem var valinn besti markvörður fyrri umferðarinnar. Hann var þó ekki stressaður.
„Neinei ekkert stressaður. Öll víti eru eins. Það er markmaður og það er bara að koma boltanum framhjá honum. Það gekk í dag."
Aukaspyrnu-Ívar átti einnig stoðsendingu í leiknum eftir flotta aukaspyrnu við hliðarlínuna.
„Þetta er stoðsending í Draumadeildinni er það ekki? Þetta var fínasti bolti. Maður reynir að taka þátt í því að leggja upp og skora mörk. Það er bara stór partur af þessu."
Ívar var ánægður með spilamennskuna hjá Víkingi í kvöld að undanskildum fyrstu mínútum leiksins.
„Þetta var flott frammistaða. Kannski fyrstu 5-10 mín voru við á hælunum og gekk illa að framkvæma það sem við ætluðum að gera. Erum svolítið heppnir þar því þeir fá góð færi. En eftir það tökum við stjórnina á leiknum. Svo komum við út í seinni hálfleik grimmari en þeir og tökum öll völd á vellinum."
„Þetta var kærkominn sigur. Við færum okkur aðeins upp í töflunni. Það er farinn að myndast svolítill pakki þarna. Mikilvægt að fá þrjú stig," sagði Ívar.
Ívar skoraði úr vítaspyrnu í kvöld en andstæðingur hans var Kristijan Jajalo, sem var valinn besti markvörður fyrri umferðarinnar. Hann var þó ekki stressaður.
„Neinei ekkert stressaður. Öll víti eru eins. Það er markmaður og það er bara að koma boltanum framhjá honum. Það gekk í dag."
Aukaspyrnu-Ívar átti einnig stoðsendingu í leiknum eftir flotta aukaspyrnu við hliðarlínuna.
„Þetta er stoðsending í Draumadeildinni er það ekki? Þetta var fínasti bolti. Maður reynir að taka þátt í því að leggja upp og skora mörk. Það er bara stór partur af þessu."
Ívar var ánægður með spilamennskuna hjá Víkingi í kvöld að undanskildum fyrstu mínútum leiksins.
„Þetta var flott frammistaða. Kannski fyrstu 5-10 mín voru við á hælunum og gekk illa að framkvæma það sem við ætluðum að gera. Erum svolítið heppnir þar því þeir fá góð færi. En eftir það tökum við stjórnina á leiknum. Svo komum við út í seinni hálfleik grimmari en þeir og tökum öll völd á vellinum."
Athugasemdir