Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   lau 31. júlí 2021 20:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Jæja, Daniel Farke-fótboltinn, taka tvö"
Norwich fór beinustu leið niður síðast.
Norwich fór beinustu leið niður síðast.
Mynd: Getty Images
Spá fréttamanna Fótbolta.net fyrir ensku úrvalsdeildina er byrjuð að rúlla. Nýliðum Norwich er spáð næst neðsta sæti deildarinnar.

Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans hjá Símanum, gefur sitt álit á öllum liðum deildarinnar hér á Fótbolta.net. Nýverið greindum við frá því að enski boltinn yrði áfram hjá Símanum.

„Jæja, Daniel Farke-fótboltinn, taka tvö. Þjóðverjinn þykir spennandi þjálfari sem veit nákvæmlega hvernig fótbolta hann vill spila. Hann á að vera skemmtilegur, en eins og við sáum þegar að kanarífuglarnir voru síðast uppi dugði það ekki til," segir Tómas.

„Við vitum að Norwich er frábært B-deildarlið en nú þarf Farke aðeins að stilla sig af til að hanga í deildinni."

„Það verður meira en lítið gaman að fylgjast með Billy litla Gilmour bera uppi miðjuna þarna yfir heilan vetur en þrátt fyrir að gaman sé að Farke er það eina rétta að spá Norwich falli."
Athugasemdir
banner
banner
banner