Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 31. júlí 2022 09:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„EM hefur breytt samfélaginu í heild sinni"
Mynd: Getty Images

England mætir Þýskalandi í úrslitaleik EM kvenna í dag en mótið er haldið á Englandi. Leikurinn fer fram á Wembley og hefst kl 16.


England hefur aldrei unnið EM en Þýskaland átta sinnum. Sarina Wiegman stjóri enska landsliðsins er þó ríkjandi meistari þar sem hún stjórnaði hollenska landsliðinu til sigurs á EM á heimavelli árið 2017.

Mikill áhugi hefur verið á mótinu og leikirnir vel sóttir af áhorfendum og var meðal annars sett áhorfsmet á Íslandi þegar íslenska landsliðið mætti því franska í lokaleik okkar stelpna á mótinu.

Leah Willamsson fyrirliði enska liðsins er mjög stolt af þessari þróun.

„Það sem við höfum séð á þessu móti hefur ekki aðeins breytt kvennafótbolta heldur samfélaginu í heild. Úrslitaleikurinn er ekki endirinn á ferðalaginu heldur byrjunin," sagði Leah.

„Sama hvernig fer verður alltaf gaman að rifja þetta upp. Mitt verkefni er að fara út í 90 mínútur og vinna en ég held að þegar við horfum til baka á þetta mót í heild sinni höfum við byrjað eitthvað stórt og á þessu leikur er upphafið."


Athugasemdir
banner
banner
banner