Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 31. júlí 2022 11:09
Brynjar Ingi Erluson
Newcastle ætlar að fá Werner - Man Utd gerir lokatilraun í De Jong
Powerade
Timo Werner er orðaður við Newcastle og Leipzig
Timo Werner er orðaður við Newcastle og Leipzig
Mynd: EPA
Fer Frenkie de Jong til Man Utd?
Fer Frenkie de Jong til Man Utd?
Mynd: Getty Images
James Maddison er orðaður við Newcastle
James Maddison er orðaður við Newcastle
Mynd: EPA
Azpilcueta gæti farið til Spánar
Azpilcueta gæti farið til Spánar
Mynd: EPA
Þá er komið að slúðurpakkanum á þessum ágæta sunnudegi.

Newcastle United er í viðræðum við Chelsea um að fá Timo Werner (26) á láni út tímabilið, en hann hefur einnig verið orðaður við endurkomu til RB Leipzig. (Sunday Mirror)

Brighton ætlar ekki að eiga fleiri viðræður við Manchester City um Marc Cucurella (24), en lægsta tilboð sem félagið er reiðubúið að hlusta á er 50 milljónir punda. (Athletic)

Manchester United mun gera eina lokatilraun í að fá hollenska miðjumanninn Frenkie de Jong (25) frá Barcelona. (Mirror)

Leicester vill fá meira en 50 milljónir punda fyrir James Maddison (25). Félagið hefur þegar hafnað 40 milljón punda tilboði frá Newcastle United. (Times)

Newcastle er að íhuga að hækka tilboð sitt í Maddison. (Mail)

Eddie Howe, stjóri Newcastle, vildi ekki ræða um Maddison á blaðamannafundi en sagðist þó vonast til þess að bæta leikmönnum við hópinn áður en liðið spilar við Nottingham Forest þann 6. ágúst. (Northern Echo)

Newcastle er búið að setja sig í samband við Burnley um Maxwel Cornet (25), en félagið á þó eftir að leggja fram tilboð. (90min)

Chelsea er komið með samkomulag við Chicago Fire um Gabriel Slonina (18), markvörð liðsins. Hann kemur til enska félagsins á 12 milljónir punda. (Fabrizio Romano)

Napoli er þá að ganga frá viðræðum við Chelsea um spænska markvörðinn Kepa Arrizabalaga (27). Hann kemur á láni út tímabilið. (Mail)

Barcelona vill fá Cesar Azpilicueta (32) og Marcos Alonso (31) frá Chelsea í næstu viku. (Sport)

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, segist vilja fá fleiri leikmenn í hópinn en Youri Tielemans (25), leikmaður Leicester, er sterklega orðaður við félagið. (90min)

AC Milan hefur náð samkomulagi við Club Brugge um kaup á belgíska sóknartengiliðnum Charles de Ketelaere. Hann kemur á 32 milljónir vera. (Calciomercato)

Franski hægri bakvörðurinn Nordi Mukiele (24), hafnaði tilboði frá Chelsea rétt áður en hann gekk í raðir Paris Saint-Germain. (L'Equipe)

Inter hafnaði 6,7 milljón punda tilboði Chelsea í Cesare Casadei (19), miðjumann liðsins. Félagið vill tæpar 17 milljónir punda fyrir leikmanninn. (Gazzetta)

Juventus vill fá belgíska sóknarmanninn Dries Mertens (35) í sumar en er án félags eftir að hafa yfirgefið Napoli. (Gazzetta)

Stoke City vill fá Liam Delap (19), framherja Manchester City, á láni út tímabilið. Rory, faðir Liam, spilaði sjálfur með Stoke á atvinnumannaferli sínum. (Athletic)
Athugasemdir
banner
banner
banner