Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 31. ágúst 2021 17:03
Brynjar Ingi Erluson
Anguissa frá Fulham til Napoli (Staðfest)
André-Frank Zambo Anguissa spilar í Seríu A á þessu tímabili
André-Frank Zambo Anguissa spilar í Seríu A á þessu tímabili
Mynd: EPA
Ítalska félagið Napoli er að ná að styrkja sig undir lok gluggans en André-Frank Zambo Anguissa er mættur til félagsins á láni frá enska B-deildarfélaginu Fulham.

Anguissa er 25 ára gamall og kemur frá Kamerún en Fulham keypti hann frá Marseille árið 2018.

Hann spilaði með liðinu í ensku úrvalsdeildinni á fyrsta tímabili sínu þar en liðið féll aftur niður í B-deildina og ákvað hann að fara á láni til Villarreal eftir tímabilið.

Fulham komst aftur upp og spilaði Anguissa með liðinu á síðustu leiktíð en aftur féll Fulham og samþykkti því félagið að lána hann til Ítalíu.

Anguissa verður á láni hjá Napoli út þessa leiktíð og fær félagið forkaupsrétt á honum. Samningur hans við Fulham gildir til ársins 2023.
Athugasemdir
banner
banner
banner