Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   þri 31. ágúst 2021 21:59
Victor Pálsson
Aurier farinn frá Tottenham (Staðfest)
Bakvörðurinn Serge Aurier er farinn frá Tottenham en þetta staðfesti enska félagið í kvöld. Samningi leikmannsins var rift.

Fyrr í kvöld var greint frá því að Tottenham væri í viðræðum við Aurier um að rifta samningnum og er það nú klárt.

Aurier lék með enska liðinu í fjögur ár en hann gerði garðinn frægan með Paris Saint-Germain í Frakklandi.

Hann var ekki fyrsti maður á blað hjá Nuno Santo, stjóra Tottenham, og er því frjáls ferða sinna.

Lið eins og Watford og Real Betis eru sögð hafa áhuga á hans þjónustu.

Athugasemdir
banner