Bakvörðurinn Serge Aurier er farinn frá Tottenham en þetta staðfesti enska félagið í kvöld. Samningi leikmannsins var rift.
Fyrr í kvöld var greint frá því að Tottenham væri í viðræðum við Aurier um að rifta samningnum og er það nú klárt.
Aurier lék með enska liðinu í fjögur ár en hann gerði garðinn frægan með Paris Saint-Germain í Frakklandi.
Hann var ekki fyrsti maður á blað hjá Nuno Santo, stjóra Tottenham, og er því frjáls ferða sinna.
Lið eins og Watford og Real Betis eru sögð hafa áhuga á hans þjónustu.
Athugasemdir