þri 31. ágúst 2021 16:32
Brynjar Ingi Erluson
Róbert Quental á leið til Lecce
Róbert Quental Árnason
Róbert Quental Árnason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Róbert Quental Árnason, leikmaður Leiknis í Breiðholti, er að öllum líkindum að ganga til liðs við ítalska B-deildarfélagið Lecce. Þetta kemur fram í Dr. Football og þá er einnig greint frá þessu í ítölskum miðlum.

Róbert er fæddur árið 2005 og hefur spilað með yngri flokkum Leiknis auk þess sem hann lék með U17 ára landsliði Íslands í tveimur leikjum gegn Finnland á dögunum.

Mörg félög hafa sýnt honum mikinn áhuga en nú virðist hann vera að ganga til liðs við Lecce í B-deildinni. Þórir Jóhann Helgason og Brynjar Ingi Bjarnason leika með liðinu.

Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, ræddi Róbert í viðtali við Fótbolta.net á dögunum en þá greindi hann frá áhuga erlendra liða.

„Mögulega. Hann er úti með U17 núna og það eru mörg lið að skoða hann erlendis en get séð fyrir mér að hann komi eitthvað inná," sagði Sigurður Heiðar.

Þá var talað um yfirvofandi félagaskipti hans til Lecce í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag. Kristján Óli Sigurðsson talað um hæfileika hans þar.

„Hann er örvfættur, teknískur og bráðþroska. Fyrir tveimur árum var nánast orðinn fullorðinn maður. Það hjálpar honum líka og hann er mjög teknískur, sovlítið einfættur og það er oft með þessa vinstrifótarmenn. Hann er með frábæran vinstrifót en hægri fóturinn kannski bara til að standa í," sagði hann um Róbert.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner