Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   mið 31. ágúst 2022 18:24
Brynjar Ingi Erluson
Fulham lánar Bryan til Nice (Staðfest)
Enski vinstri bakvörðurinn Joe Bryan mun spila í frönsku úrvalsdeildinni á komandi tímabili en hann er genginn til liðs við Nice á láni frá Fulham.

Bryan er 28 ára gamall og uppalinn í Bristol en hann spilaði með Bristol City til ársins 2018 áður en hann var keyptur til Fulham.

Hann átti stóran þátt í að koma liðinu í úrvalsdeildina fyrir tveimur árum síðan en hefur spilað minna hlutverk í liðinu síðustu tvö tímabil.

Bryan er nú farinn til Frakklands og mun spila með Nice út tímabilið á láni frá Fulham. Franska félagið fær ekki kauprétt á honum.

Þetta er tíundi leikmaðurinn sem Nice fær í glugganum en liðið hefur meðal annars fengið þá Kasper Schmeichel og Nicolas Pepe úr enska boltanum.


Athugasemdir
banner