Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
   mið 31. ágúst 2022 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Sveindís Jane: Ég er heppin að fá þennan eiginleika
Icelandair
Sveindís á æfingunni í dag.
Sveindís á æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá æfingu í gær.
Frá æfingu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Evrópumótið var fyrsta stórmót Sveindísar með íslenska landsliðinu.
Evrópumótið var fyrsta stórmót Sveindísar með íslenska landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf jafn gaman að vera hérna og hitta stelpurnar. Ég er ógeðslega spennt fyrir næsta verkefni," segir Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net.

Liðið kom aftur saman í vikunni í fyrsta sinn eftir að Evrópumótinu í Englandi lauk.

Framundan eru tveir mikilvægir leikir í undankeppni HM þar sem liðið er í góðum möguleika á því að komast áfram í lokakeppni heimsmeistaramótsins í fyrsta sinn.

„Það var geðveikt að vera á EM og upplifa þá tilfinningu að vera á stórmóti. Auðvitað viljum við komast sem lengst og upp úr riðlinum, en vonandi fáum við annað tækifæri til að sýna okkur á HM," segir Sveindís en hún var ekki lengi að jafna sig eftir EM.

„Mér langaði bara að vera lengur. Það var það leiðinlegasta. Mér fannst ógeðslega gaman og ég vil fá að upplifa það aftur."

„Ég fæ aldrei ógeð á því að vera með þessum stelpum og ég er alltaf spennt að koma aftur," segir Sveindís.

Varð þýskur meistari á síðustu leiktíð
Sveindís kom sterk inn hjá þýska úrvalsdeildarfélaginu Wolfsburg eftir áramót á síðasta tímabili. Hún vann sér inn sæti í því ógnarsterka liði og varð bæði þýskur meistari og þýskur bikarmeistari.

„Ég er mjög spennt fyrir tímabilinu, og ég er spennt að klára undirbúningstímabilið. Það er alltaf jafn erfitt. Ég er spennt fyrir mótinu og vonandi gengur jafnvel og í fyrra."

Er hún vongóð um að geta unnið þýska meistaratitilin aftur?

„Ég er vongóð um það. Markmiðið okkar er að gera betur en í fyrra. Við tökum bikarmeistaratitilinn líka. Við viljum halda því áfram og vonandi ná lengra í Meistaradeildinni. Við erum með frábæran hóp, enn betri hóp en í fyrra. Við eigum möguleika á því að gera mjög vel," segir Sveindís en hún er ekki alveg komin með þýskuna hreint. „Þetta verður vonandi komið sem fyrst."

Fljótust bæði á EM og í Meistaradeildinni
Það hefur vakið athygli að Sveindís var bæði fljótasti leikmaður EM og Meistaradeildarinnar á þessu ári.

„Það er mjög gaman að sjá það, geggjað. Það er gaman að fá að vita þetta," segir Sveindís. „Þetta er eitthvað sem er meðfætt. Ég er heppin að fá þennan eiginleika og get vonandi nýtt mér þetta sem mest á vellinum."

„Það er ekkert sérstakt sem ég geri til að auka hraðann, kannski bara styrktaræfingarnar sem við erum að gera. Það er það sem ég geri í Wolfsburg."

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér að ofan en þar ræðir Sveindís meira um verkefnið sem er framundan í undankeppni heimsmeistaramótsins.

Leikirnir sem eru framundan:
2. september gegn Hvíta-Rússlandi (Laugardalsvöllur)
6. september gegn Hollandi (Stadion Galgenwaard)
Athugasemdir