Toney fer ekki í janúar - Lewandowski ákveður framtíðina bráðlega - Munoz dreymir um Man Utd - Bayern og Dortmund keppast um De Cat
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
   mið 31. ágúst 2022 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Sveindís Jane: Ég er heppin að fá þennan eiginleika
Icelandair
Sveindís á æfingunni í dag.
Sveindís á æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá æfingu í gær.
Frá æfingu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Evrópumótið var fyrsta stórmót Sveindísar með íslenska landsliðinu.
Evrópumótið var fyrsta stórmót Sveindísar með íslenska landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf jafn gaman að vera hérna og hitta stelpurnar. Ég er ógeðslega spennt fyrir næsta verkefni," segir Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net.

Liðið kom aftur saman í vikunni í fyrsta sinn eftir að Evrópumótinu í Englandi lauk.

Framundan eru tveir mikilvægir leikir í undankeppni HM þar sem liðið er í góðum möguleika á því að komast áfram í lokakeppni heimsmeistaramótsins í fyrsta sinn.

„Það var geðveikt að vera á EM og upplifa þá tilfinningu að vera á stórmóti. Auðvitað viljum við komast sem lengst og upp úr riðlinum, en vonandi fáum við annað tækifæri til að sýna okkur á HM," segir Sveindís en hún var ekki lengi að jafna sig eftir EM.

„Mér langaði bara að vera lengur. Það var það leiðinlegasta. Mér fannst ógeðslega gaman og ég vil fá að upplifa það aftur."

„Ég fæ aldrei ógeð á því að vera með þessum stelpum og ég er alltaf spennt að koma aftur," segir Sveindís.

Varð þýskur meistari á síðustu leiktíð
Sveindís kom sterk inn hjá þýska úrvalsdeildarfélaginu Wolfsburg eftir áramót á síðasta tímabili. Hún vann sér inn sæti í því ógnarsterka liði og varð bæði þýskur meistari og þýskur bikarmeistari.

„Ég er mjög spennt fyrir tímabilinu, og ég er spennt að klára undirbúningstímabilið. Það er alltaf jafn erfitt. Ég er spennt fyrir mótinu og vonandi gengur jafnvel og í fyrra."

Er hún vongóð um að geta unnið þýska meistaratitilin aftur?

„Ég er vongóð um það. Markmiðið okkar er að gera betur en í fyrra. Við tökum bikarmeistaratitilinn líka. Við viljum halda því áfram og vonandi ná lengra í Meistaradeildinni. Við erum með frábæran hóp, enn betri hóp en í fyrra. Við eigum möguleika á því að gera mjög vel," segir Sveindís en hún er ekki alveg komin með þýskuna hreint. „Þetta verður vonandi komið sem fyrst."

Fljótust bæði á EM og í Meistaradeildinni
Það hefur vakið athygli að Sveindís var bæði fljótasti leikmaður EM og Meistaradeildarinnar á þessu ári.

„Það er mjög gaman að sjá það, geggjað. Það er gaman að fá að vita þetta," segir Sveindís. „Þetta er eitthvað sem er meðfætt. Ég er heppin að fá þennan eiginleika og get vonandi nýtt mér þetta sem mest á vellinum."

„Það er ekkert sérstakt sem ég geri til að auka hraðann, kannski bara styrktaræfingarnar sem við erum að gera. Það er það sem ég geri í Wolfsburg."

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér að ofan en þar ræðir Sveindís meira um verkefnið sem er framundan í undankeppni heimsmeistaramótsins.

Leikirnir sem eru framundan:
2. september gegn Hvíta-Rússlandi (Laugardalsvöllur)
6. september gegn Hollandi (Stadion Galgenwaard)
Athugasemdir
banner
banner
banner