Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 31. október 2020 18:40
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Fimmti sigurinn í röð hjá Kristrúnu Rut
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristrún Rut Antonsdóttir spilaði síðustu 20 mínúturnar er Mallbacken lagði Kvarnsvedens að velli í B-deild sænska boltans í dag.

Þetta var fimmti sigur Mallbacken í röð en félagið getur þó ekki komist upp í efstu deild frekar en Kalmar sem tapaði á heimavelli gegn Alingsas.

Andrea Celeste Þórisson lék fyrstu 82 mínúturnar í liði Kalmar en gat ekki komið í veg fyrir tap.

Mallbacken er í fjórða sæti með 41 stig, tveimur stigum fyrir ofan Kalmar. Það eru aðeins tvær umferðir eftir af tímabilinu og tvö félög sem fara upp um deild.

Mallbacken 2 - 1 Kvarnsvedens
1-0 S. MIchael ('37)
2-0 E. Johansson ('40)
2-1 Sjálfsmark ('82)

Kalmar 1 - 2 Alingsas
1-0 T. Tindell ('8)
1-1 L. Johansson ('19)
1-2 P. Milton ('86)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner