Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fim 31. október 2024 22:41
Brynjar Ingi Erluson
Spænski konungsbikarinn: 36 ára með fernu - Betis flaug áfram
Jaime Mata skoraði fjögur fyrir Las Palmas
Jaime Mata skoraði fjögur fyrir Las Palmas
Mynd: EPA
La Liga-liðin Espanyol, Las Palmas og Real Betis flugu nokkuð örugglega áfram í aðra umferð spænska konungsbikarsins í kvöld.

Las Palmas, sem er nýliði í La Liga, slátraði Ontinena 7-0 á útivelli þar sem hinn 36 ára gamli Jaime Mata gerði sér lítið fyrir og skoraði fernu.

Manuel Fuster og Sandro Ramirez voru með tvær stoðsendingar á haus í nokkuð þægilegum sigri sem hefði þó getað þróast í allt aðra átt.

Þegar lítið var eftir af fyrri hálfleiknum fékk Las Palmas á sig vítaspyrnu í stöðunni 1-0, en Damian Llobet, leikmaður Ontinena, klikkaði á punktinum. Las Palmas setti hvert markið á fætur öðru í þeim síðar og kláraði dæmið.

Real Betis kjöldró Gevora, 6-1, á útivelli. Gestirnir í Betis fóru með þriggja marka forystu inn í hálfleikinn.

Brasilíski sóknarmaðurinn Vitor Roque skoraði tvö mörk og Juanmi eitt mark í þeim síðari áður en Gevora, sem leikur í sjöttu deild, náði óvænt inn marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma.

Alejo Veliz, sem er á láni hjá Espanyol frá Tottenham, skoraði þrennu í 4-0 sigri Espanyol á San TIrso.

Veliz kom til Espanyol á láni frá Tottenham í sumar og hefur gert fjögur mörk í tólf leikjum í deild- og bikar.
Athugasemdir
banner
banner
banner